Expressing-breast-milk

#FreeTheNipple og feðraveldið

í dag sat ég á kaffihúsi og ræddi þetta mál við karlmann sem hafði verið úthúðað vegna skoðanna sinna á átakinu góða. Við ræddum þetta á þeim nótum að hvorki hann né ég hefðum rétt eða rangt fyrir okkur. Það var frelsandi að geta gert það, og á sama tíma kannski útskýrt fyrir honum hversvegna ég upplifði að þetta væri þarft átak. Hann upplifði ekki eins og ég, að feðraveldið væri viðloðandi allt sem konur eiga, mega og ætlast er til af þeim, við ræddum um hvers vegna konur eru frekjur en karlmenn leiðtogar og ákveðnir, konur eru leiðinlegar ef þær eru ákveðnar en karlmenn metnaðargjarnir og ef konur vinna sér inn ágæti á atvinnumarkaði þá er oft á tíðum gert lítið úr þeim og þær kallaðar rauðsokkur sem vilja vera karlmenn, vita konur ekki að þær eiga bara að vera í eldhúsinu, ég meina ef allar konur fara að vinna við stjórnunarstörf/krefjandi störf hver á þá að hugsa um börnin?

En ef hún er heimavinnandi þá er hún löt hún er nefnilega “bara” heimavinnandi. Örugglega í flíspeysu og býr í fellunum. Framakonur eiga alltaf að vera sætar og vel til hafðar, þó svo að maður í sama starfi geti mætt 50kg of feitur með ljóta skeggrönd og í jakkafötum frá 1970 þá breytir það engu, hann er ennþá metin af verkum sínum. Meira að segja er líkami kvenna klámvæddur á þann veg að stúlka 13,14 eða 15 ára á að skammast sín svo mikið fyrir líkama sinn að ef svo vildi til, að tekin yrði mynd af henni á brjóstunum og henni dreift á netinu þá á hún að deyja úr skömm yfir hóruskapnum í sér og sýniþörf? En ef að íþróttamaður í fótbolta fagnar marki með að lyfta treyjunni sinni upp yfir haus þá er hann ekki með sýniþörf og hóra? Nei vegna þess að karlmaður myndi aldrei leyfa að líkami sinn og hann yrði hlutgerður á þennann hátt..

Ég er ekki með þessu að segja að ég hvetji ungar stúlkur að gera þetta, en fullorðnar konur? algjörlega! Því það er í okkar verki að líkami okkar sé afklámvæddur svo að einn dag þegar ég sit á klambratúni á heitum sumardegi, að mér bregði ekki við þá sjón að vinapar sitji saman ber að ofan, og ég horfi ekki á stelpuna með skömm en strákinn eins og ekkert sé eðlilegra.

Valdís Rán Samúelsdóttir

[useful_banner_manager_banner_rotation banners=5,6 interval=4 width=600 height=200 orderby=rand]

900

Athugasemdir

Hattur Kjóll og skór, Elskar Tattoo skegg og svartan bol

Next Story »

Ástin, hún er súr!