251d8adbdfbecb59c659

Frásögn frá vændiskonu í Reykjavík

Saga send inn af ónefndri konu.

“Ég hef hitt marga ljóta menn en þó flestir “í lagi”. Margir sem ég hitti voru giftir og vildu tala meira en allt annað en samt var ég alltaf hrædd eftir þetta.”

Fyrir rúmum 2 árum síðan þá sat ég uppi með það að þurfa að ákveða hvort að ég ætti að borga leiguna eða að eiga mat út mánuðinn fyrir mig og börnin mín tvö sem ég el upp ein þannig er nefnilega mál með vexti að ég á engann að til að leita til svo það er algjörlega mitt verk að sjá um þau og sjálfa mig. Ég hafði reynt allt og ekkert gekk. Fyrst seldi ég flest fötin mín og þau föt sem börnin pössuðu ekki lengur í en það gaf okkur lítinn pening. Næst þá ákvað ég að reyna fyrir mér með fatasölu í gegnum netið en það gekk heldur ekki, við entumst þó út þann mánuð en þá beið mín næsti mánuður.

Ég var þjökuð af kvíða og ótta, þó svo að ég ynni tvær vinnur náði ég engan vegin endum saman. Ég fékk þessa hugmynd, þessa hræðilegu hugmynd um að einhver þarna úti gæti verið tilbúin að láta mig fá pening ef ég myndi selja þeim líkama minn. Ég settist eitt kvöld við tölvuna og fór á miðil á netinu ég sagðist vera í leit af skyndikynnum. Það hrúgaðist inn póstur og flestir vissu upp á hár hvað ég var að bjóða og það biðu mín ótal menn sem voru tilbúnir að láta mig fá pening strax fyrir það að fá að nota líkama minn. Ég skellti tölvuni og fór upp í rúm, hugur minn fór á fullt ég hafði aldrei verið eins stressuð á ævi minni.

Eftir andvöku og mikinn bylting ákvað ég að hugsa ekki frekar út í þetta og sinnti deginum eins og alltaf en þegar tók að kvölda og ég fór yfir fjármálin okkar þá tók ég þá ákvörðun að ég yrði að gera þetta fyrir börnin.
Ég var mjög stressuð fyrst þegar ég samþykkti að hitta einn af þessum mönnum og ég sagðist geta hitt hann daginn eftir þegar börnin væru í skólanum, ég vildi ekki hitta hann heima svo við hittumst í bíl í heiðmörk og hann lét mig fá 20.000 kr og fékk sínu framm við mig í staðin. Mér hefur aldrei á ævini fundist ég eins óhrein og eftir þetta en þegar ég gat keypt í matinn þennan dag og átt smá afgang þá ákvað ég með því sama að gera þetta aftur.

Kúnnarnir breyttust fljótt í nokkra á dag og gat ég loksins átt fyrir úlpum, skóm og afþreyingu fyrir börnin. Alltaf nagaði þetta mig samt en ég var orðin háð innkomuni og hætti annari vinnuni. Ég dó smátt og smátt að innan en það gladdi mig að sjá að börnin mín voru ekki kvíðin lengur heldur gátu þau farið í bíó með félögum og átt nýjar úlpur eins og hin börnin. Ég vissi alveg að ég hafði selt sálina mína fyrir þessu og að ég yrði aldrei söm.

Ég hitti í eitt skipti mann sem fór illa að mér hann skellti mér niður, barði á mér og batt mig og nauðgaði, ég hef sjaldan orðið eins hrædd ég hélt í alvöru að hann myndi drepa mig en eina sem ég hugsaði var að ef ég skyldi lifa þetta af hvernig ætti ég að útskýra áverkana fyrir börnunum eða ef ég myndi deyja svona hvað yrði þeim sagt. Sem betur fer þá lifði ég af en ég þurfti að ljúga að bðrnunum að ég hefði lent í slysi.

Ég hef hitt marga ljóta men en þó flestir “í lagi”. Margir sem ég hitti voru giftir og vildu tala meira en allt annað en samt var ég alltaf hrædd eftir þetta.

Börnin mín eru unglingar núna og ég er hrædd um að ég viti ekki hvernig ég á að hætta, ég er orðin svo tætt og dauð að innan að ég veit ekki hvernig ég get náð nægri sjálfsvirðingu til að labba á meðal manna aftur með höfuðið hátt. Ég hef oft mætt mörgum af þessum mönnum í Kringluni, Smáranum, jafnvel þegar ég fer með krökkunum í bíó og í hvert skiptið frís ég og finn skömmina og óhreinindin sem eru að kæfa mig alla daga og nætur.

Enginn sem þekkir mig myndi nokkurn tíman giska á að þetta sé mitt starf, ég er hin venjulega Jóna Jóns sem geri allt það sem til af mér er ætlast. Þú tækir ekki eftir mér í stórum hóp, ég er sker mig ekki út og ég virðist engan vegin passa í þá staðalímind sem fólk sér fyrir sér þegar það heyrir orðið “vændiskona”.

Ég vil hætta en ég veit ekki hvernig, ég vil finna mig að nýju en veit ekki hvort ég lifi í raun, ég vil ekki þjást heldur vil ég gleyma….gleyma þeim öllum en í hvert skipti sem ég hugsa til minningana sem ég skapaði með börnunum fyrir þennan skítuga pening þá man ég allt.

Ég sendi þetta inn til að taka skref, eitthvert skref í átt að einhverju

900

Athugasemdir

Á 13 viku vaknaði ég einn morguninn og búmm.

Next Story »

Verst þótti mér bara að litli bróðir minn var tekinn fyrir..