racism-prejudice-2

Fordómar faldir bakvið trú!

10931307_10152604992026659_7868981578269376779_n
Þar sem ég tilheyrði trúarsöfnuði frá 13 ára til 25 ára ætla ég mér að skrifa um fordóma sem leynast í skjóli trúar. Ég þekki þessa fordóma af eigin raun, þar sem ég sjálf þjáðist af þessari sömu hugmyndafræði og er enn við líði í dag. Óttinn sem fylgir fordómunum er byggður á hugmyndum sem eru rótgrónar í kennslu kirkjunnar. Fyrir það fyrsta er stuðst við ritningarversið, maður skal eigi leggjast með manni sem kona væri, því slíkt sé Guði viðurstyggð.

Einnig er talað um í rómverjabréfinu að Guð hafi ofurselt manninum syndum sínum, og menn hafi farið að stunda óeðlileg mök með hvorum öðrum.

Ok nú langar mig aðeins að skoða þetta út frá sögulegu samhengi. Davíð Konungur var líklegast samkynhneigður, það er skoðun mjög marga. Davíð elskaði Jónatan vin sinn og það er talað um kossa þeirra á milli, samt.. var Davíð konungur sá sem að Guð átti að hafa elskað framar öllum, þú veist þessi samkynhneigði.

Að öðru, Ef biblían er skoðuð bæði í sögulegu samhengi og textinn er skoðaður á forngrísku og hebresku, þá furðulegt nokk, er bara ekkert talað um samkynhneigð.

Þetta hafa guðfræðingar talað um í fleiri herrans ár, gefið út bækur, skrifað sínar ritgerðir um og rannsakað ofan í kjölinn. Samt heyrir maður lítið talað um það í kirkjum landsins. Þá spyr maður sig, hversvegna? Afhverju erum við haldin slíkri hjarðhegðun að við getum hreinlega afskrifað það sem þetta góða fólk er að segja og er búið að rannsaka?

Er gagnrýn hugsun eitthvað sem tilheyrir bara þeim sem þjást ekki af harðhegðun?

Svo að enn öðru, ef Þið trúið þessu, afhverju þá ekki að trúa því að synd sé ekki til? Ef allt var gott sem Guð skapaði, og ef hann á að hafa gefið frjálsan vilja til að stjórna eigin lífi, hversvegna spyrjið þið ykkur ekki hvort mennirnir sem hafi skrifað bibíuna, geti ekki bara haft rangt fyrir sér?

Ef þið trúið á Jesú, afhverju tönglist þið á syndum, ef hann er búinn að deyja fyrir þær í fortíð, nútíð og framtíð? Fyrir mér hljómar orðið synd alveg eins og að segja þú ert feitur. Þið segið Guð hatar syndina en elskar syndarann. En er í lagi að segja Guð elskar manneskjuna en hatar fitubolluna? Nei það væri svolítið rangt ekki satt? Hversvegna má þá fela fordóma gegn samkynhneigðum í orðinu synd, en ekki fela fitufordóma með orðinu feitur?

Svo að öðru, núna erum við að horfa upp á þjóðarmorð gegn Palestínumönnum byggt á bibíunni, og það sem maður sér frá sama fólkinu og fordæmir samkynhneigða, það réttlætir morð á saklausu fólki í nafni þessa Guðs sem á að hafa horft á sköpun sína og dáðist að fólkinu sem hann hafði búið til.

Getur ekki verið að þú kæri kristni maður þurfir að öðlast náðargáfuna gagnrýna hugsun, og virkilega skoða hvaða Guði þú tilheyrir? Því þessi morðóði fordómaseggur getur ekki verið mikill guð!

 

Valdís Rán Samúelsdóttir

900

Athugasemdir

Marco Evaristti er sennilega hataðasti íslandsvinurinn í dag!

Next Story »

Amma er best! – Nýr pistill eftir Lindu Baldvinsdóttur markþjálfa.