weight-loss-cartoon

Fimm pund af vöðvum samanborið við fimm pund af fitu!

Höfundur Anna Lovísa

Ok smá svona fróðleikspistill frá mér!

Ég fæ rosalega miklar fyrirspurnir um hvað fólk getur gert til þess að auka árangurinn…
S.s sjá vigtina fara niður!

Nánast undantekningarlaust spyr fólk hvað það geti gert til þess að vigtin fari hraðar niður því hann/hún sjái engan árangur lengur = vigtin er hætt að síga…
Út með vigtina!

Ég segi ykkur það hér og nú að þessi vigt segir ykkur minnst af öllu þegar kemur að fitutapi.
Þú gætir alveg eins hafa misst 3kg af fitu á X löngum tíma en bætt á þig vöðvum á móti og vigtin segir þér bara að ekkert hafi gerst! af því að vöðvar vega þyngra en fita! En vöðvarnir taka minna pláss!fat-vs-muscle

Get it!?

Fimm kíló af vöðvum samanborið við fimm pund af fitu

Með því að líta á myndina hér fyrir ofan getur þú séð að fimm pund (u.þ.b af 2.3kg) af vöðvum (á myndinni til hægri) er að fara að taka minna pláss í líkamanum og á milli líffæra þinna og sýna mikið minni “kekkjótta” áferð undir húðinni en með sömu þyngd af fitu (sýnt á vinstri). Í raun getur munurinn verið alveg stórkostlegur. Ég myndi miklu frekar vilja hafa fimm pund af sléttum ,grönnum og þéttum vöðvavef inni líkama mínum en fimm pund af formlausri, fyrirferðarmikilli og kekkjóttri fitu! Ég giska á að þú myndir kjósa það líka! Auk þess að láta líkamann líta betur út þá brennir líkaminn meiri fitu með auknum vöðvamassa! Hversu frábært!11063382_10206272080870684_83283261_n

Þaaaaannig að.. ef þú vilt sjá í alvöru hvort þú sért að gera allt rétt og þú sért að tónast og minnka og verða flottari…. ummálsmældu þig! Taktu eftir hvort fötin séu ekki lausari
Eða farðu jafnvel í fituklípumælingu reglulega.

Þar sérðu fyrir alvöru hvort þú sért ekki að missa þessa fitu sem þú vilt ekki hafa hvort sem vigtin segir þér -2kg eða +2kg! 😀

Ég fékk að láni myndir sem sýna fyrir og eftir árangur (sem við elskum öll að sjá) hjá fólki sem breytti líkamsástandi sínu til hins betra án þess að vigtin haggaðist.

Ef þið viljið lesa ykkur meira til um vöðva vs fitu þá mæli ég með þessum link hér fyrir neðan
bamboocorefitness.com

Þetta er mitt ráð til þín elskan! 😀

900

Athugasemdir

Hér eru einfaldar leiðbeiningar að heimagerðu tani sem hver sem er getur gert heima – Myndband

Next Story »

Hossa hossa til að fá rosa bossa!