rassskell12555

Annað stig kynlífsins

Hver elskar ekki kynlíf?
Mig langar að segja ykkur frá nokkrum fantasíum kvenna og hvernig hægt er að koma þeim á framfærir við maka sinn, ef þið eigið erfiðleika með að tjá ykkur í þeim málum. Fantasíur kvenna eru eins fjölbreyttar og við erum margar – sumar fýla kynlíf sem er harkalegt, aðrar elska að njóta ásta með maka sínum. Við elskum öll breytingu, smá krydd til að lífga upp á tilveruna.

h1

Að taka völdin
Þetta segir sig svolítið sjálft (Dominating). Við eigum flest okkar fantasíur um það að taka völdin á maka okkar, hvort sem við erum að tala um “létt” ss. með klórum, handjárnum eða öðru slíku, eða “hart” þar sem öll tæki og tól eru notuð.

Konur elska menn sem eru sterkir og þeim líður vel með. Þær finna fyrir öryggi frá þeim og vita að það sé hægt að treysta á þá, sama í hvaða aðstæðum þær lenda. En þrátt fyrir að við viljum vera með mönnum sem standast undir þessar lýsingar, þá er ótrúlegt hversu margar konur eiga þá fantasíu að fá að ráðskast með mennina sína. Gera þá að þrælunum sínum af og til. Það fer auðvitað eftir konunni hvort við erum að tala um handjárn, svipur eða bdsm.

Og hvernig á að koma þessu á framfærir við maka sinn ef þið eruð ekki mikið fyrir það að tala um kynlíf? Byrjiði auðveldlega. Prufaðu að flengja maka þinn á meðan þið eruð í kynlífi eða hvísla einhverju að honum eins og “Var ég búin að segja þér að þú mættir snerta mig?”. Athugaðu viðbrögðin. Ég held ég sé ekki að fara með neinar mýkjur þegar ég segi að í langflestum tilfellum kveiki það í honum. Þegar þetta er komið á þann stað sem þú óskaðir þér, áttu eftir að sjá miklu meiri virðingu frá honum, innan sem og utan svefnherbergisins.

h22

Að vera valdalaus
Aftur á móti eru margar konur sem vilja líka láta ráðskast með sig og þá sérstaklega eftir að 50 shades of Grey tröllreið heiminum. Fyrir ykkur sem hafa ekki séð myndina eða lesið bækurnar þá snýst þessi saga í stuttu máli um mann sem nýtur þess að binda, refsa og fullnægja konu án þess að fá mikið tilbaka. Allt er gert fyrir hana og það er það sem kveikir í honum.

Ef þú þorir ekki að spurja eða biðja manninn þinn um það að vera aðeins ákveðnari í rúminu getur þú prufað að leika þræl. Segðu honum að hann meigi gera hvað sem er við þig, komdu honum á óvart þegar hann kemur heim þar sem þú ert nakin og bundin. Gefðu honum vísbendingar!

sexy-teacher

Kennarinn og nemandinn / yfirmaðurinn og starfsmaðurinn
Þrátt fyrir að við séum ekki mikið að tala um það þá eigum við flestar fantasíu um sem inniheldur einhvern sem er “yfir” og einhvern sem er “undir”. Hvort sem það sé fantasían um kennarann og nemandann, yfirmanninn og starfsmanninn eða læknirinn og sjúklinginn. Stundum er gaman að breyta til, fá að vera einhver annar en maður er. Ef til vill víkkar það sjóndeildarhringinn í herberginu hjá sumum.

Komdu makanum þínum á óvart – hitaðu hann aðeins upp, afsakaðu þig í smá og stökktu fram. Komdu tilbaka í búning, vertu uppátækjasöm!

cuck

Horfa á aðra eða láta horfa á sig.
Ég ætla ekki að segja ykkur hversu oft ég hef heyrt það frá stelpum að þær séu með villta fantasíu um að vera einhversstaðar þar sem það gæti verið komið að þeim. Sumar taka þetta á annað level og vilja láta horfa á sig eða fá að horfa á aðra og það er allt í lagi! Ef makinn þinn er tilbúinn að prufa, afhverju ekki? Ég get lofað ykkur því að þetta eigi eftir að kveikja í ykkur báðum og fá ykkur til þess að reyna aðeins betur að þóknast maka ykkur.

Hvernig á að fara að? Talaðu um þetta við maka þinn, ákveðið í sameiningu af hverju þið eruð að leita og hversu langt þetta meigi ganga. Viljiði stelpu eða strák – viljiði vera í partý á miðju stofugólfinu? Þetta er ein af þeim fantasíum sem þú verður að ræða almennilega við maka þinn, því þótt þú sért tilbúin til þess að reyna á þetta, þá er ekki víst að honum líði vel í þessum aðstæðum.

0004ca2f-0515-6b23-4d32-7e73491a4984_958

Að horfa á klámmynd saman eða búa til sína eigin
Fantasíur eru allar um það að krydda upp á kynlífið ykkar. Stundum getur verið gott að horfa á klám, skoða hvernig aðrir gera þetta. Stundum getur líka verið gaman að herma eftir. Klám er að vissu leiti eins og kynlífsfræðsla fyrir fullorðna.

Þegar við komum að því að búa til sína eigin, þá segi ég passaðu þig fyrst á því að gera það með einhverjum sem þú treystir og þú veist að sé ekki að fara að misnota aðstæðurnar. Stundum getur líka verið gott að eiga hana bara til að sjá og skoða í smástund, svo er gott að losa sig bara við hana. Að búa til sína eigin leyfir ykkur að sjá ykkur í öðru sjónarhorni, það leyfir ykkur að betrum bæta það sem þarf og í rauninni kveikir það í mörgum að sjá sjálfan sig stunda kynlíf.

Aftur segi ég að þú þurfir að tala við maka þinn um þetta, því eins og ég sagði áðan þá er þetta mjög vafasamt að vissu leiti – þú þarft að treysta viðkomandi mjög vel. Byrjaðu rólega, ef kynlíf berst í tal, spurðu hann þá að gamni sínu hvernig klám hann horfir á. Þetta er feimnismál fyrstu 5 mínúturnar, síðan verður þetta spennandi. Hvað haldiði að mönnum myndi finnast um það ef þið spyrðuð þá “Eigum við að horfa á eina bláa saman í kvöld?”, haldiði virkilega að einhver af þeim myndi segja nei?

wpid-26db32f4c32095c3e4e921458022d2231

Njóttu maka þíns til fulls, ef kynlífið ykkar er að dofna, kryddaðu það upp með því að blanda fantasíunum þínum inn í það eða ef til vill með að breyta rútínunni. Rétt eins og aðrir hlutir þá verður kynlíf óspennandi ef að breytingar verða ekki til staðar af og til ! Skemmtið ykkur vel!

halll55

900

Athugasemdir

Elsku konur, þið eruð alveg að verða óþarfar!

Next Story »

Dagskráin á Þjóðhátíð 2015!