georgina-kayla-800

Eyddu yfir 11 Milljónum í lýtaaðgerðir. “Gerum það sem við viljum”

Helgi Fannar skrifar.

Mæðgur frá Bretlandi hafa eytt yfir $86.000 dollurum eða 11 milljónum í samsvarandi lýtaaðgerðir til að líkjast átrúnaðargoði sínu. Breska módelinu Katie Price.Dóttirin Kayla Morris (20), var 11 ára þegar hún hugsaði fyrst um að láta stækka á sér brjóstin. Móðir hennar Georgina Clarke studdi hana alla leið.

“Ég var ánægð þegar Kayla sagði mér að hún vildi fara í brjóstastækkun” Clarke (38) sagði við New Dog Media í nýju myndbandi. “Ég var ánægð því ég vildi að hún yrði að svona manneskju.”Morris fór að strippa á skemmtistað í Birmingham, Englandi aðeins 17 ára gömul og kynntist seinna meir eldri manni “sugar daddy” sem borgaði aðgerðir fyrir bæði hana og móður hennar.

Þær hafa nú þegar báðar fengið fyllingu í varir, Botox, kinnfyllingar , tannhvítun, hár lengingar, brjóstastækkanir og hafa pantað rass lyftingu.

“Ég er mjög heppin að eiga dóttir eins og Kaylu sem dekrar við mig og borgar fyrir mig lýtaaðgerðir og fleira. Ég er bara að lifa drauminn,” segir Clarke. “Ég er svo heppin, ég er svo stolt af henni” Meðan þær segja að þær hafi fengið smá bakslag útaf ímyndinni, þá reyna þær að láta ekki athugasemdir annara angra þær.

“Við lítum út eins og við viljum líta út og erum bara að skemmta okkur,” sagði Morris.

“Við erum nær því að líta út eins og Katie Price en ekki eins nálægt og við viljum vera, það er enn smá eftir.”

 

900

Athugasemdir

Að blár sé STRÁKA litur og bleikur sé STELPU litur og það væri bara eðli…

Next Story »

Loksins fór eg til geðlæknis og sálfræðings og fékk lyf sem hægt og rólega breyttu lífi minu.