57007689_dd5a9804a4

Ert þú í ofbeldissambandi? – 5 hlutir sem eiga við um ofbeldissambönd!

51

  1. Maki þinn gagnrýnir orð þín. – þú þarft stöðugt að passa það sem þú segir, því orðin þín gætu haft afleiðingar. Afleiðingarnar gætu m.a verið að öskrað væri á þig, gert lítið úr þér eða skammir.
  2. Vondu tímarnir. – Vinir þínir tala stöðugt um hva þeirra samband sé dásamlegt. Allir tímarnir heima hjá þér virðast bara slæmir. Öskur, rifrildi, nafnaköll. Í raun þá langar þig ekki út úr húsi lengur, því þú veist hvernig það mun enda. – Illa.
  3. Öllu snúið upp á þig. – upplifir þú að þegar þú ert döpur vegna ofbeldisins sem er búið að ganga á, þá breytir makinn karakter og gerir þig ábyrga fyrir því sem er búið að ganga á? Ofbeldismaðurinn er svo undirförull að þú endar uppi með samviskubit.
  4. Litla röddin. – Er lítil rödd innra með þér sem segir þér að ekki sé allt með felldu? Segir röddin þér að það sé verið að koma illa fram við þig, þó þú getir ekki endilega bent á einn hlut? Litla röddin hefur rétt fyrir sér, þetta er þín innri rödd, hlustaðu hún hefur rétt fyrir sér.
  5. Passívíur- agresívur. – ofbeldismanneskjan notar alltaf sama leikinn, – ég var bara að djóka, hva voða ertu viðkvæm, ertu á túr, og þess háttar.

 

Mig langar að gefa þér litla möntru til að muna- þetta er ekki ég, þetta ert þú!

 

Að lokum ætla ég að segja þér kæra fórnarlamb ofbeldis, það er aldrei of snemmt að fara. Ofbeldismaðurinn breytist ekki þó þú breytist. Það á bara eftir að versna og þú átt eftir að finna þig meira og meira einangraða þangað til að hann á þig alveg. Það er enginn ofbeldismaður þess virði að gefa líf sitt fyrir.

900

Athugasemdir

Hvernig á að díla við óþolandi krakka með einu einföldu skrefi!

Next Story »

Bergásball í stapa með Sigga Hlö í kvöld!!