8k1jouvilrrd6gqv47adugl69ucjws1a1y8asgf4sjd3uu6d0b6utljnztnhfjm5

Ert þú drusla eða er konan á móti þér drusla ?

Höfundur Dagmey Ellen

Hefur samfélagið stimplað þig sem drusla ? Var það að útaf klæðnaði þínum ? Var það vegna þess að þú málaðir þig of mikið ? Var það vegna þess að þú svafst hjá einhverjum eða því einhver svaf hjá þér?

Flest öll höfum við lent í að vera kallaðar druslur eða vitum um einhverja sem ganga undir því að vera drusla en er það í lagi ?
Svarið er einfaldlega NEI.

Samfélagið fer fram á að þú sért sexy en ekki OF sexy, það fer fram á að þú lifir skírlífi en sért ekki tepra, samfélagið gefur þér kost á að fara eftir mörgum “óskrifuðum reglum” eða búa þig undir félagslegar afleiðingar. Leora Tanenbaum skrifaði bók að nafni “I am not a slut: Slut-Shaming in the age of the internet en hún talar um að þó svo að maður og kona sýni nákvæmlega sömu hegðun þegar kemur að kynlífi þá fær karlinn hrós og er eins konar hetja en konan er drusla.
Höfum við ekki flest öll heyrt akkúrat þessa pælingu ? Þegar maður sefur hjá 10 konum er hann hetja í augum annarra en ef kona sefur hjá 10 körlum þá er hún drusla.

giphy

“Þú getur ekki verið drusla, mamma, læknir og góð manneskja, nei þú ert einfaldlega bara drusla”(Emily Lindin).
Þessi stimpill hefur áhrif á allt í daglegu lífi og það gleymist hver konan er í heild þegar búið er að stimpla hana sem druslu.
Að kalla konu druslu hefur ekkert með kynlíf að gera heldur er það völdin sem viðkomandi fær við að setja aðra á þann stall að vera drusla. Þar af leiðandi eru konur líka duglegar við að nota orðið “drusla” við aðrar konur, því það gefur þeim vald. Það er mikið auðveldara að stjórna líf konu eftir að hún hefur verið niðurlægð og hægt er að dæma hana en afhverju ertu að kalla hana druslu ? á að dæma hana út frá því hversu mikið kynlíf hún stundar ?

Er það virkilega hlutverk samfélagsins að ákveða hverskonar aðili einhver kona sé út frá því hvað gerist á milli fótanna hennar ? EÐA varst þú bara að nota þetta orð því það gefur þér völd ? Oft er orðið “drusla” notað án þess að það hafi nokkra teningu við kynlíf. Reynslusögur kvenna segja að þær hafi verið kallaðar druslur fyrir að segja skoðun sína á að tölvuleikurinn Grand Theft Auto 5 sé of ofbeldisfullur eða séu kallaðar druslur fyrir það eitt að nota blótsyrði.

Öll þessi niðurlæging hefur ekki bara persónuleg áhrif á konur heldur hefur þetta áhrif á jafnéttis baráttu kvenna. Samfélagið leyfir sér að nota orðið “drusla” og telur það jafnvel sakleysislegra en fólk gerir sér grein fyrir. Hins vegar hefur þetta gefið fólki “afsökun” til að beita kynferðislegri áreitni (brjóta gegn einstaklingum kynferðislega t.d. nauðgun) og kenna fórnalambinu um. Fórnalambið var klætt druslulega, hagaði sér druslulega, málaði sig druslulega og þess vegna var þetta sem gerðist fórnalambinu að kenna.
RANGT !

Það er aldrei fórnalambinu að kenna þegar kynferðisleg áreitni á sér stað og samfélagið verður að hætta að gefa grænt ljós á þennan druslustimpil.
Nú erum við ekki bara að tala um okkur hvítu íslendingana heldur allar konur allstaðar í heiminum. Því miður eru konur með litað hörund oft stimplaðar druslur og/eða hórur og finnst fólki í lagi að vera með kynþáttafordóma því þetta séu hvort sem er bara druslur og hafa skal í huga að vinsæl setning líkt og “já karlmenn elska þessar asísku” eru fordómar uppmálaðir.

Það er árið 2015 kæra fólk, við eigum að vera löngu hætt þessari vitleysu, stöndum saman í því að hætta notkun á orðinu drusla og hættum að gefa kynferðisafbrotamönnum leyfi til að nota þennan stimpil sem afsökunar fyrir gjörðum sínum.

Julie Zeilinger

900

Athugasemdir

Heitir þú Halli og ertu kanski að ljúga?

Next Story »

Sjáðu hvernig Beyoncé heiðrar Stevie Wonder – Myndband