vukovar-croatia-1991

En við lifðum það af. Árið 1996 komum við svo til Ìsafjarðar sem flóttafólk í gegnum Rauða Krossinn!

Jovana Schally

Í ljósi umræðunnar um að hleypa flóttafólki inn í landið OKKAR langaði mig að segja ykkur aðeins frá æskuárunum mínu.

Þegar ég var einungis 5 og hálfs árs gömul braust út stríð í Króatíu, þar sem ég og systir mín fæddumst, allir Serbar þurftu að flýja heimilin sín, skilja allt sitt eftir og reyna eftir bestu getu að berjast fyrir lífi sínu. Myndina fyrir neðan fann faðir minn fyrir algjörri tilviljun í serbneskum fjölmiðli ekki fyrir svo löngu síðan, á þessarri mynd fann hann sjálfan sig og bílinn okkar.

Pabbi stendur á móti manninum sem snýr baki í okkur klæddur hvítum bol og gallabuxum. Í græna bílnum hægra megin erum ég, systir mín, mamma, amma, móðursystir mín og sonur hennar. Þessi bílaröð var marga marga kílómetra löng, ekki komust allir lífandi úr henni þar sem sprengjur voru látnar falla á hana reglulega. Við sem betur fer komumst lífs af, alla leið til Serbíu. Ég ætla mér ekki úti það sem beið okkar þar, komandi allslaus úr stríðslandi.

En við lifðum það af. Árið 1996, komum við svo til Ìsafjarðar sem flóttafólk í gegnum Rauða Krossinn, ásamt nokkrum fjölskyldum til viðbótar. Á móti okkur tók yndislegasta fólk sem ég hef á ævinni minni fengið að kynnast, fólk sem tók okkur að sér sem part af fjölskyldu sinni, fólk sem við systur getum kallað ömmu og afa, frændur og frænkur, fólk sem pabbi minn getur kallað foreldra sína, bræður og systur o.s.frv. Þeim verðum við fjölskyldan ævinlega þakklát.

Það sem mig langaði að segja með þessum skrifum mínum er það, að úr þessum flóttamannahópum sem komu til Íslands á þessum árum er að finna verðandi lækna, kennara, sálfræðinga, lögfræðinga, félagsráðgjafa , stjórnmálafólk og svo lengi mætti áfram telja.

Ég er búin að vera fylgjast með þessarri umræðu núna í nokkra daga og að sjá það sem fólk lætur útúr sér gerir mig virkilega sorgmædda. Það að hjálpa fólki frá öðrum löndum þýðir ekki að við getum ekki hjálpað fólkinu OKKAR. Við getum gert bæði. Það er nefnilega málið.


Að lokum langar mig að þakka ykkur Íslendingum, fyrir að hafa verið OPEN MINDED þegar það kom að því að hleypa mér og fjölskyldunni minni inn í landið sem er ekki lengur bara ykkar, heldur okkar.

Takk! 

Jovana Schally
j s
900

Athugasemdir

Ég hoppaði hæð mína úr gleði og var í skýjunum að vera loksins komin með íbúð

Next Story »

Tattoo fræga fólksins!