man-vs-woman1

Elsku konur, þið eruð alveg að verða óþarfar!

Það kom pistill á Pressan.is sem heitir Elsku karlmenn, þið eruð alveg að verða óþarfir!

Hvað ef það væri karlmaður sem mundi skrifa?

Elsku konur, þið eruð alveg að verða óþarfar!

Elsku konur

Ég velti fyrir mér hvort að tilvera ykkar standi mögulega á brauðfótum. Mér þykir það miður því í raun er ég mikill aðdáandi ykkar og kann að meta kostina sem fylgja stýrðu samneyti við ykkur.

Æ oftar heyri ég karla á virðulegum aldri tjá sig um hversu prýðileg hugmynd það væri að hefja sambúð með vini sínum, jafnvel fleirum en einum. Flestir eiga þessir karlar að baki reynslu af því að búa með konum sem þeir hafa átt í ástarsamböndum við og oft hafa pörin aukið kyn sitt á sambúðartímanum.

Flestar eruð þið yndislegar mömmur og sinnið börnunum ykkar vel, ekki misskilja mig. Sameiginlegt forræði er mikil dýrðargjöf sem við kunnum að meta. Það er bara svo erfitt að umgangast ykkur til lengdar.

Sambúð karla einkennist af jafnvægi, tilfinningalegum skilningi, gagnkvæmum stuðningi og samræmi reynsluheima. Karlar eru góðir hver við annan.

Sambúð með konum er ómöguleg og niðurdrepandi reynsla að mati margra. Sem er ferlegt því það getur verið svo dásamlegt að kúra sig upp að hárlausri bringu og borða saman vínarbrauð á sunnudagsmorgi.
Dramaköst og almenn leiðindi

Ég þekki varla einn einasta einstakling sem hefur búið með konu og komist algjörlega heill út úr þeirri reynslu. Sagt er frá rifrildum, andlegu ofbeldi, dramaköstum, drykkjuveseni og almennum leiðindum í kringum klósettið, því fæstar konur hafa gert sér grein fyrir því að það er ekki einungis fljótlegra og þægilegra að pissa standand, heldur er það líka heilsusamlegra fyrir blöðruhálskirtilinn og stuðlar að betri tæmingu blöðrunnar. Hins vegar þekki ég fjöldann allan af einstaklingum sem hafa komist prýðilega frá sambúð með karli og jafnvel þótt vistin til betrunar.

Æ hvað ég vildi að þið færuð nú að pissa standandi svo þið gætuðu hætt að nöldra um klósettsetuna.

Upprisa holdsins

Nautnir holdsins eru annað mikilvægt atriði og geta stórlega aukið á lífsgæði fólks. Margar karlmenn kjósa að njóta kynlífs með konum og fá hreinlega ekki nóg af brjóstum, píkum og estrógenmettaðri nærveru kvenanna. En þær eru þó ekki nauðsynlegia til nautna enda geta karlmenn lifað prýðilegu og fullnægjandi kynlífi hvor með öðrum ef þeir eru ekki of plagaðir af gagnkynhneigð.

Æ samt. Þið getið verið gjörsamlega ómótstæðilegar líkamlega. Brjóst, hárleysi og stunur – spurning hvort gagnkynhneigður karl gæti lifað án þess að njóta þeirra lífsins gæða að minnsta kosti af og til.

Barneignir krefjast að minnsta kosti eins eggs úr konu og einnar sáðfrumu úr karlmanni. Þannig að kannski væri æskilegt að hafa þær nærri, svona á stundum. Og þó! Tæknifrjóvgun er raunhæfur kostur fyrir nánast hvaða karl sem er í nútímasamfélagi.

Nýting á húsnæði

Ef til vill væri tilvalið að staðsetja kvennabúr, svipað og gagnaver, á Miðnesheiði. Þar er nægt húsnæði og prýðileg loftræsting. Mörgum ykkar virðast nægja fjórir veggir, sjónvarp með dramaþætti, sími til að hringja í vinkonu til að slúðra með, snjallsíma og gott rúm. Það færi örugglega mjög vel um ykkur þarna. Svo gætu karlar óskað eftir nærveru ykkar endrum og sinnum til ástarleikja eða annarra viðvika.
Elsku konur. Farið nú að pissa standandi, einhvers staðar verður að byrja!

—-

Fyrir þá sem ekki átta sig strax þá tók ég mig til og endurskrifaði pistil eftir Ragnheiði Eiríksdóttur, hjúkrunarkonu og bloggara á Pressunni. Langaði bara að breyta um kyn og sjá hvort fólki þætti svona skrif bara í lagi eða bara fyndin afþví að þetta snéri að karlmönnum ?

Orri Hermannsson skrifar

orriiii

900

Athugasemdir

“Áfengið sem þú drekkur í dag, er lán hamingjunnar á morgun”

Next Story »

Annað stig kynlífsins