11245380_10155558694480427_323587390_n

Einlæg frásögn Daníels Þórs Marteinssonar um sína upplifun af einelti.

Daníel Þór Marteinson.

Einelti er í mikilli umræðu þessa daga, og ákvað ég að koma með smá reynslusögu enda hef meira og minna 10 ára reynslu af því.

Ég hef alltaf verið skrítinn og öðruvísi, ég var lagður í einelti uppá á dag i meira 2 ára í grunnskóla það bæði styrkti mig og á sama tíma braut það mig niður. Ég varð félagsfælinn gagnvart fólki, en með tímanum náði ég að byggja mig upp, ég er ennþá að því núna 10-15 árum seinna. Ég er ennþá sami skrítni gæinn, og fólk annað hvort elskar mig eða heldur ég sé einhver furðufugl og hunsar mig. Einelti á yngri árum mótar mann meira en fólk gerir sér grein fyrir, ég er ennþá vinna úr því í dag. Bros til viðkomanda getur bjargað deginum hans, og það hefur bjargað mínu oftar en einu sinni, hvort sem fólk grein sér fyrir því eða ekki.

Ég myndi segja í dag á ég góða að en þetta leitar mikið á mig, og þetta fer i reynslubanka lífsins.. Ég er búinn að vera pæla í þessu undafarið og held við gerum ekki okkur grein fyrir þróun eineltis, við segjum við höfum skiling en höfum við hann í alvöru? Því rafrænt einelti er þróunin, og hún gerist í skjóli nafnleysis. Fólk óttast viðbrögð annars fólks og það heldur að það sé að vera fyndið og sniðugt, en endar oftast með viðkomandi sem lenti í einelti af eitthverju tagi byrjar að einangra sig frá heiminum hægt og rólega. Af því allt og allir byrjar vera móti honum á einn eða annan hátt. Allir halda þetta sé saklaust grín en viðkomandi er ekki sammála því þegar hann/hún grætur sig í svefn og íhugar hvernær þetta endar, manneskjan byrjar að brjóta sig niður.

Sumir sjá jafnvel engan á þessu og ákveður að enda sitt lifið, enda kvölina og einmannaleika sem fylgir einelti. Þessi saklausa mynd sem dreifðist i skólanum varð til þessa viðkomandi hætti að mæta í skóla, svo eftir þessi mynd fór óvart á netið fór viðkomandi hætta fara út í húsi. þetta er sorgleg staðreynd um einelti en það endar ekki svona fyrir öllum, ég er lifandi sönnun þess. Ég hef mikla reynslu af einelti meira og minna öll æskan mín var eitthvað tengt einelti, vera öðruvisi eða skrítinn. Það virkar ekki að vera skrítinn þegar kemur að hópum, því það er oftast vinsælasta eða sterkasta manneskja sem ákveður hvernig hlutirnir eru, og allir fylgja honum og þeir sem fylgja honum ekki fá ekki vera memm og eru skildir útundan. Jafnvel í framtiðinni er gert grín af þér því vildir gera hluti öðruvisi, eða fara i annan leik en viðkomandi sagði nei. Það gerðist oftast en einu sinni hjá mér, þannig að hægt og rólegt byrja allir að hætta vilja vera memm í fótbolta, hætta vera memm í eltingarleik eða vera memm í skotbolta. Oftar en ekki eyddi ég frímínútunum mínum að ganga hringi í kringum skólann, ég ímyndaði mér að ég væri annarstaðar.

11225618_10155558694900427_958760352_n

Svo komu góðir dagar inni á milli það sem allir vildu fá mig memm í öllu, leika við mig eftir skóla.

En svo voru dagarnir sem mér leið eins og ég væri ekki. Líkamleg ofbeldi var ekki mikið til staðar á yngri árum, en sálrænt hafði mikið meiri áhrif að mínu mati. Líkamlegt ofbeldi þýddi í mínum að augum gerandandinn kunni ekki tjá sig með orðum og lét hnefanna tala sínu máli og þeir gerðu það reglulega. Ég var ekki einn af svölu krökkunum sem byrjaði að fikta við að reykja og drekka í 9-10 bekk, heldur var ég bara heima horfa á sjónvarp og fann fyrir einmannleikanum meira og meira, svo gerðist það að eineltið hætti meira og minna í byrjun framhaldskóla. Ég kynntist góðu fólki, og náði byggja mig upp andlega en þetta leitar mig á reglulega og ennþá vinna úr þessu 10-15 árum seinna. Boðskapurinn í þessu er að enginn velur lenda einelti það bara gerist, en fólk þarf opna augu gagnvart einelti, hvernig á takast á við það og takast á við þróun eineltis hvort sem er í netheiminum eða skólanum og hvað úrræði er í boði fyrir fólk. Annars er hætta á því að viðkomandi leita til örþrifaráða eins og enda lífið sitt, eða enda líf viðkomandi sem er gera honum lífið leitt. En það er enginn lausn, því öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir. Tek fram þetta eru mínar pælingar, hugsanir og smá mín eigin reynsla

900

Athugasemdir

HABE – hárkeðjur algjört must have!

Next Story »

Voru píramídarnir í í raun ekki grafhvelfingar? – Sjá myndband