998817_10151554991507800_358467097_n

Ég var að ljúka við að lesa pistilinn ” Hvað er að ykkur íslenskir karlmenn? “

Höfundur Birna Ýr

Hvað er að ykkur íslenskir karlmenn? Pistill sem er á pressuni sjá hlekk hér http://www.pressan.is/pressupennar/Lesa_roggu_eir/hvad-er-ad-ykkur-islenskir-karlmenn

Og ég verð að segja að miðað við alla pistla sem snúast um samskipti kynjana þá fyllti þessi mælinn hjá mér.
Það fer ekkert á milli mála að samskipti eru kúnst, sérstaklega þegar þau eru á milli kynjana. Við erum ólík, kynjalega og persónulega séð. Það sem mér finnst súrast í þessum pistli er að pistlahöfundurinn hefur áhyggjur af því að 90% íslenskra karlmanna séu vanstilltir í samskiptum. Erum við konurnar betra kynið sem erum með Diploma í samskiptum sem gerir okkur kleift að sitja á einhverjum stall og eiga þann heiður að vera með 90% frábærann árangur í mannlegum samskiptum?

NEI!!

Mig langar að benda á að ef konur eru sammála um að 90% karlmanna séu vanstilltir í samskiptum að þá ættu þær að skoða sig líka.
Því miður, að þá eruð þið ekki það frábærar og yfir manninn hafin að ykkar leið til samskipta fái 10 í einkunn.
Ég get nokkurnvegin lofað því að mennirnir í kringum ykkur hrista hausinn og hugsa með sér að ykkar leið til samskipta er heldur ekki að bera mikinn árangur. En þeir skella ekki í gremjulegann pistil um það.

Mér finnst ég endalaust vera að lesa umræður um deitmenninguna á íslandi, eða réttara sagt skortinn á henni og að íslenskir karlmenn séu feimnir, hræddir við höfnun eða einfaldlega sauðir fyrir að drattast ekki á fætur og bjóða dömunni í 3 rétta máltíð á grillmarkaðinum. (sem dæmi)

Ég hef aldrei heyrt karlmenn tala um þessa hluti! Þessar elskur sætta sig við okkur eins og við erum ásammt öllum kostum og göllum sem við höfum (gallarnir eru ekki ófáir). Og ef óánægjan er svona mikil yfir því að karlmaðurinn taki ekki af skarið að þá ætti jafnréttið sem allir eru að tala um að kikka inn og gullfallega daman á ekki að eiga erfitt með að sýna áhugann af fyrrabragði og bjóða í eitt deit (þetta er ekki erfitt).

Í Þessum umrædda pistli finnst mér eins og höfundur hugsi ekki um þessi vanstilltu samskipti þegar kemur að kvennfólkinu.
Við erum (á ég að segja 90%?) alveg jafn slæmar. Oft segjum við ekki það sem okkur virkilega finnst hvort sem það eru tilfinningar eða skortur á þeim. En eins og þegar höfundur talar um almenn samskipti sem fara fram dags daglega, að kynna nýja makann fyrir Jóa
sem er á röltinu niður laugarveginn. Ég hef oft orðið vitni af því að kvennmenn gleyma þessum hlut alveg eins og karlmenn.
Höfundur spyr líka afhverju hegðun karlmanna einkennist af sauðshætti og ónæsheitum og bætir svo við hvað ætli hafi farið úrskeiðis í uppeldi þeirra.
90% foreldra sem eiga syni hafa virkilega feilað, úps.

Ég er farin að hallast að því að höfundur þessa pistils hafi einfaldlega bara verið að grínast með þessu öllu saman til að fá umtal. þetta er það súrt.

Mér finnst íslenska kvennfólkið okkar frábært, með sínum kostum og göllum.

Mér finnst íslensku karlmennirnir okkar frábærir, með sínum kostum og göllum.

Efast stórlega um að Karlmaður sé að fara að skrifa pistil um sínar skoðanir gagnvart þessu. Sá yrði jarðaður og kallaður karlremba.
Mig langar líka að koma því á framfæri að ég er enginn fagmaður í pistlaskrifum og kanski er ég algjör sauður í samskiptum líka.
Kanski er ég karlremba sem finnst svona kynjapistlar sem ráðast á karlkynið vera algjört sorp og eiga engann rétt á sér.

Kanski er mín skoðun líka algjört sorp.

En ég veit það að karlmenn eru engu síðri en ég og aðrar konur þegar kemur að samskiptum og öll erum við misafnir sauðir sem erum misjafnlega næs.

Birna
900

Athugasemdir

Skuggi yfir þjóðinni?

Next Story »

Það er allavega alveg á hreinu að ef grein með fyrirsögninni “Bless bollur” myndi birtast að þá yrði allt vitlaust!