asruns5sd5sjj77

Ég skammaðist mín mjög fyrir sjálfa mig og hef lítið viljað tala um þetta – ‪#‎égerekkitabú‬

‪#‎égerekkitabú‬

Ég vil þakka fyrir að opna fyrir #‎égerekkitabú‬ love á okkur öll :)

Ég er kvíðin, þunglynd og félagsfælin og hef verið það síðan ég man eftir mér. Frá því að ég byrjaði í grunnskóla hef ég átt erfitt með að vakna á morgnanna og koma mér í skólann. Ég var hrædd, við hvað veit ég ekki, en ég var það bara. Ég kvíði fyrir að svara símanum og að hringja símtal, ég kvíði fyrir að fara í búðina, og ég er nánast alltaf kvíðin útaf engu! Ég fór út í neyslu á tímabili til að reyna að slökkva á allri þessari vanlíðan en það gerði bara illt verra.

Ég hef reynt að fremja sjálfsvíg vegna þunglyndis, ég var lögð inn á spítala í ca. viku með næringu og mótefni í æð því ég fékk eitrun í lifrina. Sem betur fer mistókst það og lifrin gekk til baka, sem BETUR fer! En þetta vita ekki margir því þessir sjúkdómar sjást vanalega ekki utaná fólki þó þeir séu til staðar. Þó ég sé oftast brosandi og í góðu skapi þegar þú hittir mig þá er allt annað í gangi innra með.

Mér líður oft mjög vel, en mér líður oft mjög illa líka. Ég byrjaði á geðdeyfðarlyfi fyrir u.þ.b. ári síðan og er búin að ná ótrúlegum framförum í öllu, ég næ oftast að hringja símtöl sjálf og gera hluti þrátt fyrir hraðan hjartslátt af kvíða áður og á meðan ég geri þá. Ég er svo ótrúlega heppin og þakklát fyrir fólkið í kringum mig sem styður við bakið á mér í einu og öllu.

Ég skammaðist mín mjög fyrir sjálfa mig og hef lítið viljað tala um þetta, en eftir að sjá ótrúlega marga statusa og sögur frá öðrum þá sé ég að ég er ekki ein og vil deila minni sögu líka.
Þetta á ekki að vera feimnismál!

‪#‎égerekkitabú‬

Ásrún Ösp Vilmundardóttir 
900

Athugasemdir

“Ég grét á hverjum degi mestallan daginn” – ‪#‎égerekkitabú‬

Next Story »

Það er erfitt fyrir 10 ára gamlan strák að horfa á pabba sinn deyja, Þar á undan hafði ég verið lagður í einelti mörg ár – ‪#‎égerekkitabú‬