aavoguraa112

Ég myndi aldrei senda barn mitt á vog

Ég myndi aldrei senda barn mitt á vog í þessu ástandi eins og það er núna.

Ég rakst á viðtal inná www.eyjan.is og langar að koma með mína skoðun.
Ég hef alltaf sagt það, vogur er ekki fyrir ungt fólk, það þyrfti að breita þessu sem fyrst..
Ég veit um alltof mörg dæmi um hvað margir hafa kynnst efnum sem þau hafa ekki einu sinni vitað að væri til bara með því að fara inná vog, og fara því miður oft verr út,eða leiðast í það verra..
það Þarf virkilega breita þessu. Og ekki koma með að það sé barnadeild inná vogi því þau eru jafn mikið innan um hitt fólkið þrátt fyrir þessa deild. Meðferðakerfið á íslandi er því miður mjög lélegt.

Oft er talað um að vogur sé meðferð, þegar Það er aðeins afvötnun, og því miður oft léleg afvötnun. Þrátt fyrir strangar reglur þá er auðvelt fyrir fíkla að brjóta þær því viðkomandi er bara hent út af vogi og beint aftur í sama farið og fíklum finnst það oft ekkert svo slæmt.

Ég er svo sammála stelpunum í þessu, auðvitað eru misjafnar skoðarnir á þessu, og ég hvet lækna, eins og þórarinn tyrfingsson til að lesa þetta, og skoða þetta vel, og endurbæta vog. Hann og fleiri vita vel að við erum ekki fullkomin, og þau mættu skoða sjálfan sig útfrá vinnuni sinni.

Ég veit að hann, sem ég er aðeins að skjóta á með þessum skrifum, vinnur hart og hefur gert vel en það vantar því miður helling uppá. Ég tek fram að ég er ekki á móti vogi en tek einnig fram að það þarf að laga vog sem fyrst.
Bæti við að allar stofnanir mættu vel skoða og bæta kerfið helling. Svo í framhaldi mætti bæta AA kerfið , en meðan 13anda sporið er svona algent er litið hægt að gera. Gæti talað meira um það, en segji þetta gott í bili.

Hér er linkur á frétt Eyjan.is

Og hér fyrir neðan er viðtalið við stelpurnar

 

 

 

900

Athugasemdir

Þú trúir því aldrei hvaða land reykir hvað mest Maríuana!

Next Story »

Skuggi yfir þjóðinni?