12211nytt

Ég hoppaði hæð mína úr gleði og var í skýjunum að vera loksins komin með íbúð

En ég má ekki nafngreina hann. Hann getur víst kært mig segir Ronja Auðunsdóttir

Ég fekk sjokk og er virkilega reið.

ATH.

Ég er búin að vera í íbúðaleit og loksins fékk ég skilaboð frá manni sem sagðist vera með íbúð til leigu. Þessi maður er í kringum fimmtugt. Íbúðin er rétt hjá leikskólanum hans sonar míns svo þetta var draumastaðsetning fyrir okkur(kinnunum hfj). Ég fór og hitti manninn ásamt konu pabba míns og við skoðuðum íbúðina. Okkur leist rosa vel á hana og tókumst við í hendur ég og þessi maður, hann sagðist ætla að hringja í mig bráðlega.

Hann ætlaði sér ekki að auglýsa íbúðina úr því að hann væri komin með leigjanda og það væri bara vesen. Hann sendi mér skilaboð sama dag og spurði hvenær ég gæti flutt inn?! Ég hoppaði hæð mína úr gleði og var í skýjunum að vera loksins komin með íbúð fyrir mig og drenginn minn eftir langa og stranga leit. Við töluðum saman í síma og ákváðum að ég skildi flytja inn um mánaðamótin. Planið var að hittast daginn eftir og skrifa undir samninginn. Þegar við ætluðum að hittast svaraði hann mér ekki í síma, þegar hann loksins hafði samband þá hafði hann ekki tíma til að hitta mig, þannig við frestuðum því til daginn eftir. En þá hafði hann ekki heldur tíma, ekki heldur daginn eftir né daginn þar á eftir..

Hann gaf mér ástæður eins og “ég er að fara í bústað” “er að vinna” “konan dró mig með sér í heimsókn” hann var hreinlega alltaf upptekinn en bætti alltaf við “ég er ekki að fara svíkja þig vertu bara róleg”. Svona gekk þetta í óratíma þar til að hann hætti að svara mér. Eðlilega var ég orðin mjög stressuð og fannst þetta allt mjög skrítið. Síðan gerðist það að hann sendir mér skilaboð á Facebook og í því stóð reiknisnúmer, kennitala og bað hann mig um að leggja inná sig fyrirframgreiðsluna til að tryggja mér íbúðina. Hann sagðist líka hafa að gamni sínu sett inn auglýsingu á netið og fengið góðar viðtökur varðandi íbúðina og margir hefðu á huga á henni.

ÉG FÉKK SJOKK! Ég svaraði honum kurteislega að ég myndi ekki leggja inná hann peninga nema að vera með eitthvað í höndunum, ég hafði engan samning sem sannaði það að ég fengi íbúðina. Ég spurði hann hvort hann gæti ekki bara hitt mig og gengið frá þessu, svo sem skrifað undir og ég myndi leggja inná hann fyrirframgreiðsluna. Hann svaraði mér ekki. Þarna var mér ljóst að eitthvað væri í gangi og ég var alveg miður mín, hann var að reyna að svíkja peninga af mér.

Tveim dögum seinna fæ ég símtal frá honum.. hann segir þetta allt hafa verið misskilning og baðst hann afsökunar á þessum mistökum. Hann sagðist ætla að leigja mér íbúðina og við ættum að hittast sem fyrst og gera samning. En sagan endurtók sig og ekkert stóðst sem þessi maður sagði. Svaraði mér ekki í síma né í skilaboðum. Svo gerðist það að ég frétti að önnur kona sem er með barn á sama leikskóla og sonur minn hafi einnig lent í þessum sama manni. Mig grunar að maðurinn búi sjálfur í íbúðinni og stundi þetta. Ég er svo fegin að hafa áttað mig á að einhvað var í gangi, að hafa ekki lagt inná þennan mann með ekkert í höndunum.

Það verður að stoppa svona fólk. Það eru allir svo despret að fá íbúð í dag að það er svo auðvelt fyrir svona svikara að notfæra sér það og svíkja peninga útúr fólki. Ykkur er velkomið að deila þessu áfram svo fleiri lendi ekki í svona siðblindum svikahröppum eins og þessi blessaði maður er.

Kv Ronja

 

 

900

Athugasemdir

Þunglyndi er sjúkdómur

Next Story »

En við lifðum það af. Árið 1996 komum við svo til Ìsafjarðar sem flóttafólk í gegnum Rauða Krossinn!