Self-Love

Ég er sjálfselsk!

Á mínum fullorðins árum hef ég mikið velt fyrir mér, hvað það er að raunverulega elska mig?

Gerir það mig sjálfselska? Og er það slæmt að vera sjálfselsk?

Áður hélt ég að það væri að vera eigingjörn, hugsa bara um mig og setja allt til hliðar sem hentaði mér ekki. Í dag skilgreini ég það öðruvísi. Ég lít á sjálfselsku sem fallegan hlut, að hugsa um hamingju mína, að hafa tíma fyrir mig, að rækta mig og hafa það í forgangi framar en allt. Því með því verð ég fær um að elska aðra, sinna öðrum og gefa öðrum af hamingju minni. Ég elska sjálfselskt fólk, því það fólk elskar að deila hamingju sinni og setur það ekki á mínar herðar að veita þeim hamingju. Það veit hvert það stefnir, og er tilbúið að leyfa mér að verða hvetjandi hluti af þeirra ferðalagi. Það er gefandi og kærleiksríkt, það baktalar ekki, það hefur óbilandi trú á fólkinu í kringum sig, því sjálfselskt fólk það elskar að hópa í kringum sig öðrum sjálfselskum, gefandi einstaklingum! Svo ég segji áfram sjálfselska, ekki óttast elskuna því í elskunni finnum við allt það fallega sem þessi veröld hefur upp á að bjóða.

 

Valdís Rán Samúelsdóttir

 

selflove_2

 

[useful_banner_manager_banner_rotation banners=5,6 interval=4 width=600 height=200 orderby=rand]

900

Athugasemdir

Ástin, hún er súr!

Next Story »

Að vilja deyja 8 ára…Einelti…