show_image (1)

Ég er kallaður ofbeldismaður!

Þessi saga er send inn af manni sem kýs nafnleynd
Þegar ég kem fram þá eru mamma og pabbi, 3 lögregluþjónar og skólastjórinn minn inni í stofu heima hjá okkur,  ég sem var ekki alveg viss um hvað var í gangi enþá reyni að stama einhverju upp en þá bara missir mamma það aftur og spyr mig hvað sé eiginlega að mér,  hvort ég sé orðinn eitthvað geðveikur því svo sannarlega var eg ekki svona upp alinn.

show_image (1)

Ég sit hérna í hægindastólnum mínum heima í stofu, með tölvuna mína i fanginu, eldra barnið mitt nýbúið að bjóða pabba sínum góða nótt og farið að sofa. Ég er ný orðinn 35 ára gamall, ég er búinn að vera með sömu konunni síðan ég var 17 og buinn að vera giftur henni í að verða 10 ár.  Við eigum íbúðina sem við búum í og við eigum skuldlausan fjölskyldubíl.

Ég er ómenntaður en er búinn að vinna hjá sama fyrirtæki í 12 ár og er búinn að vinna mig vel upp í fyrirtækinu. Ég reyki ekki og ég hef ekki notað áfengi eða fíkniefni síðan konan var ólétt af seinna barninu okkar, sem er að fara að fermast eftir rétt rúman mánuð.  Ég fer út að skokka fra heimilinu á hverjum degi fyrir vinnu og reyni að fara alla vega annan hvern dag að lyfta eftir vinnu sem þýðir að ég er bara í mjög fínu formi sem undir venjulegum kringumstæðum mundi bara teljast flott og heilbrigt fyrir mann á mínum aldri. En þrátt fyrir allt þetta sem ég skrifaði hérna á undan er ég litinn hornauga af t.d. nágrönnum mínum, í búðinni og eiginlega bara af flestum sem eitthvað þekkja til mín en þekkja mig samt ekkert. Mér finnst þetta algjörlega stafa af fáfræði og trúgirni fólks á hluti þar sem bara pínu lítill hluti sögunar er sögð, og jafnvel alveg úr samhengi.

Ég er fæddur og uppalin í litlu þorpi úti á landi, pabbi á sjó og mamma að vinna í frystihúsi og ég var öll sumur frá því ég var smá gutti í sveitinni hjá ömmu og afa og raun bara alltaf að vinna þannig að mjög ungur var ég búinn að byggja á mig helvíti stæðilegan vöxt. Svo þegar ég var 12 ára þá fer útgerðin sem báðir foreldrar mínir vinna hjá á hausin og þau meira að segja snuðuð um síðustu launin.  Þannig að það eina í stöðunni fyrir okkur var að pakka niður og flytja í bæinn.

Mér leið ekki vel fyrstu árin mín í Reykjavík,  ég passaði engan vegin inn í neinn hóp í skólanum,  mér fannst gúmmítútturnar mínar vera einu þægilegu skórnir og ég fékk mikið að heyra það í skólanum hvað það var sko ekki töff.  Þegar ég mætti í skólann fyrsta daginn í unglingadeild þá sá ég að það var allt orðið einhvernveginn breytt. Allir farnir að haga sér allt öðrvísi og fyrir strákunum voru alls konar stympingar einhvern vegin málið.  Svo gerist það einn daginn þegar eg er að labba inn gangin i skolanum þá labbar einn af vinsælu strákunum frekar harkalega utan í mig. Ég vissi alveg að þetta var viljandi en ég labbaði samt bara áfram eins og ekkert væri, svo nokkrum dögum seinna gerðist þetta aftur  og svo aftur og hélt þannig áfram út það skólaár.

Um sumarið var ég bara fegin að komast í sveitina til ömmu og afa að vinna með afa gamla og borða geggjaða matinn hennar ömmu minnar, en auðvitað tók það enda og ég þurfti að lokum að mæta fyrsta daginn í 9. bekk.

Þessum fyrsta skóladegi gleymi ég aldrei,  afi minn hafði farið með mér í kaupstaðinn sem var næstur sveitinni þeirra áður en ég fór til reykjavíkur eftir sumarið og keypti handa mér alveg komplett ný föt, flottar buxur, peysu, skó ( sem voru btw ekki gúmmítúttur ) nokkra boli og nýja skólatösku.   En þegar skóladeginum lauk voru öll fötin og skólataskan ónýt, ég var með sprungna vör og það var að myndast ansi ljótt glóðarauga öðru megin framan í mer,  og heim labbaði ég með tárin í augunum, rifnu ónýtu fötin í poka og í pollagalla sem gangavörðurinn fann í óskilamunum og lét mig fá svo ég þyrfti ekki að labba heim á nærbuxunum.

Viku seinna þegar ég loksins meikaði að mæta í skólann aftur, þá gekk ég inn ganginn og hver einasti kjaftur í húsinu gjóaði augum flissandi í áttina til mín og ekki bara krakkarnir, því gangavörðurinn sem lét mig fá pollagallann var eiginlega verstur.  Allan þennan dag var flissað og ég hugsaði með mér að það hlyti eiginlega að vera að allt væri í raun búið og nú væri bara flissið tekið við,  en þegar deginum var lokið og ég var að labba út úr andyrinu þá sá ég að svo var alls ekki,  allir vinsælu strákarnir biðu eftir mér fyrir utan andyrið á skólanum.    Um leið og eg steig út þá byrjuðu ítingar, nafnaköll, það var tosað í mig og svo brá einhver fyrir mig fæti og þegar ég næstum því hrasaði þá gerðist eitthvað sem ég get enn þann dag í dag ekki útskýrt.  Ég bara hreinlega sprakk eins og kjarnorkusprengja,  allir kraftarnir eftir vinnuna með afa og sveitamatinn hennar ömmu kikkuðu inn og það næsta sem ég man er að  ég er næstum þvi kominn alla leið heim, með tárin í augunum af reiði, frekar illt í hnúunum og ég bara hélt áfram heim, beint inn, upp í rúm og steinsofna.

Ég vakna svo um kvöldmatarleytið við þá skrítnu staðreynd að mamma mín sem reiddist aldrei nokkurntiman var alveg geggjuð inni í herberginu mínu að segja mér að drullast a fætur og koma fram í stofu.   Þegar ég kem fram þá eru mamma og pabbi, 3 lögregluþjónar og skólastjórinn minn inni í stofu heima hjá okkur,  ég sem var ekki alveg viss um hvað var í gangi enþá reyni að stama einhverju upp en þá bara missir mamma það aftur og spyr mig hvað sé eiginlega að mér,  hvort ég sé orðinn eitthvað geðveikur því svo sannarlega var eg ekki svona upp alinn.  Niðurstaðan var sú að af þessum 7 strákum sem biðu eftir mér fyrir utan skólann, þá var bara einn sem slapp við það að þurfa að fara á spítala,  ég hafði handleggsbrotið einn, rifbeinsbrotið einn, sprengt eista í einum, kinnbeins og kjálkabrotið einn, og nefbrotið hina tvo.  Fyrir þetta var ég kærður af 6 foreldrum,  sem varð samt ekkert úr því ég var náttúrulega bara 14 og ekki sakhæfur, og ég var rekinn úr skólanum og sendur í skóla niðrí bæ sem var ætlaður fyrir vandræðaunglinga.

Mér fannst nýji skólinn minn, þessi blessaði vandræðaunglingaskóli, eiginlega bara alveg fínn, það voru svona um það bil jafn margir nemendur i honum og í skólanum sem ég var í þegar ég bjó litla sjávarþorpinu úti á landi þega ég var yngri.  Krakkarnir í nýja skólanum voru héðan og þaðan úr reykjavík og þótt við værum ekki öll jafngömul þá vorum við samt öll þannig séð saman í bekk,  við vorum öll í sömu skólastofunni þótt við værum ekki öll að læra það sama og það voru 2 kennarar sem voru bara líka alveg fínir. Fyrstu 2-3 mánuðina var ég mest bara svona utaf fyrir mig en svo þegar aðeins var  liðið á veturinn þá alveg óvænt varð ég partur af hópnum,  ég sat uti í frímó og heyrði samræðurnar þeirra út undan mér og heyrði að þau voru eitthvað að velta fyrir sér hvernig mjaltavélar fyrir beljur virkuðu.  Allt í einu þá bara segi ég upphátt,  sko mjaltavélar virka þannig að, og svo þuldi ég það upp alveg í þaula þvi ég vissi alveg upp á hár hvernig þær virkuðu eftir alla veruna í sveitinni hjá ömmu og afa. Eftir þetta þá fóru þau að tala við mig,  spyrja mig hvaðan ég kæmi og afhverju ég hafði verið sendur í þennan skóla,  en ég var samt ekkert mikið að spurja of mikið til baka þvi að ég var ekki enn búinn að átta mig á flestum hlutunum sem þau voru að tala um.

Fljótlega eftir að skólinn byrjaði aftur eftir jólafrí þá var ég svona farinn að skilja aðeins hlutina sem þau ræddu hvað mest um,  sem sagt fíkniefnaneyslu foreldra sinna því flest áttu þau það sameiginlegt að eiga foreldra í neyslu.  Ég fór að fara með þeim stundum eftir skola þegar þau fóru niður í bæ, við tókum strætó annað hvort á Hlemm eða Lækjatorg þar sem við hittum oftast fleiri krakka. Ég hafði gaman af þessu liði og skemmti mér vel með þeim en ég hef alltaf verið frekar fámáll og haldið mig til hlés í hóp af fólki og forðast sem mest alla athygli.  En Tommi þurfti endilega að hnippa í einn á svæðinu og draga alla athygli að mér. Sparaði ekkert tóninn heldur þegar hann  spyr gaurinn „hvað helduru að þessi tuddi hafi gert af sér til að lenda i okkar skóla?“Svo þuldi hann fyrir hópinn alla söguna og skyndilega varð ég aðalumræðu efnið í hópnum sem stóð þarna fyrir utan lækjatorgi.  Mér fannst mjög óþægilegt að hafa alla athyglina á mér, var ekkert einu sinni viss um að ég væri sáttur við það sem ég hafði gert þessum strákum, enda var búið að öskra svo mikið á mig heima yfir því hvað ég hafði gert rangan hlut með þessu að ég var eiginlega bara farinn að trúa því og skammast mín fyrir þetta.

Í dag hef ég nægan skilning og vit til að vita að ef þú skellir einhverjum nóg oft upp við vegg þá mun viðkomandi á endanum brotna og tapa stjórn, það versta við það er að stjórnleysið er uppsöfnun á reiði eftir alls kyns niðurlægingar og ógeð sem springur svo eins og handsprengja og þú veist ekkert hvar brotin úr henni lenda. Ég hef ekkert til að skammast mín fyrir í þessu máli, þetta voru bara afleiðingar þess sem þeir gerðu mér og það endaði bara svona fyrir þá.

Þegar tíundi bekkur byrjaði þá voru einhverjir að tala um að hafa prófað hass um sumarið.  Tommi talaði hvað mest um það og sagðist meira segja reykja hass á leiðinni í skólann og að það væri svo fínt að vera í skólanum reyktur og svona slakur því þá hyrfi dagurinn bara frá manni, þessar lýsingar freistuðu mín svo ég spurði Tomma bara beint út hvað hass væri og hvort ég mætti sjá þetta og hann sagði að við gætum kíkt á frænda hans eftir skóla sem væri díler og það væri sko til nóg þar að sjá.

Eftir skóla fórum við  þangað og eiginlega það fyrsta sem Tommi segir við frænda sinn eftir að við löbbum inn  „þetta er gaurinn sem ég sagði þér frá um daginn sem lamdi sjö gaura í einu og sendi sex af þeim á spítala.“  Mér fannst ekkert sérstaklega þægilegt að vera orðinn að miðpunkti aftur með þessu en hvernig frændinn tók í það lét mér líða samt alveg ágætlega með það fyrir rest. Hann minntist á það nokkrum sinnum yfir þessa heimsókn okkar að honum fyndist ég „töff“ fyrir vikið   „bara buffaðir gaurana“ svo hélt hann áfram. Eins og  mér leið alltaf óþægilega þá hvarf það allt eftir fyrsta smókinn ur pípuni sem Tommi rétti mér, loks fannst mér eins og vellíðan gæti flætt um mig og ég með mitt litla vit þarna taldi mig hafa fundið mig

Ég ætla ekki að fara að rekja allt neysluruglið sem kom í kjölfar þessarar heimsóknar en 3 árum seinna var ég ennþá hangandi með Tomma og frænda hans daglega.  Frændinn hafði verið hass sali þegar ég fór þangað fyrst en núna 3 árum seinna bjuggum við saman þrír í flottri íbúð og frændinn aðal dílerinn í hverfinu og hverfunum í kring einnig ef út í það er farið. Við notuðum allt það dóp sem við gátum í okkur látið, svo var ég alltaf sendur í að rukka skuldirnar enda lágu mínir hæfileika þar enda með stærðina og kraftinn sem reyndust mér vel þá þar sem ég gat fjármagnað neysluna með þessu.

Þegar ég var 17 ára þá kynntist ég, fyrir algjöra tilviljun stelpu (sem er reyndar konan mín í dag) og ég er alveg viss um að það hafi hreinlega bjargað lífi mínu að hafa kynnst henni því dópneyslan, sjálfseyðingahvötin og ruglið var gjörsamlega komið út fyrir öll velsæmismörk.  Þessi stelpa var ekki i neinu rugli og hefur aldrei prófað neitt slíkt. Ég skil ekki enn í dag að svona stelpa hafi litið við mér eins og var var orðinn en sem betur fer gerði hún það. Ég fór í kjölfarið að eyða aðeins minni tíma með strákunum og fór að vilja eyða öllum stundum með henni.  Hún hvatti mig áfram í að reyna að breyta um lífstíl og sagði alltaf að það væri svo miklu meira varið í mig en þetta og að ég væri of góðhjartaður til að vera að standa í að vera innheimtuvél fyrir frænda hans Tomma.

Það tók mig alveg nokkur ár að snúa algjörlega við blaðinu varðandi dópneysluna en hún fékk mig alltaf til að vilja vera betri og þar með var ég farinn að reyna að draga úr og hætta til skiptis, ég kunni ekkert alveg á „venjulega“ lífið bara það eitt að byrja að vinna var ekkert smá flókið. Ég var vanur að geta alltaf stokkið af stað og rukkað einn eða tvo ef mér vantaði pening, ekkert níu til fimm neitt.

Enn í dag er ég litinn hornauga þrátt fyrir þá staðreynd að ég sé orðinn „virtur samfélagsþegn“  sumt fólk talar um mig sem þennan krimma sem ég er ekki. Fer þessi stimpill af mér einhverntíman?     Eftir þessa margumtöluðu kreppu okkar íslendinga þá þekki ég fjölda fólks sem hafa lent í því sama og litla bæjarfélagið mitt lenti í þegar ég var barn,  einhver Jón úti í bæ ákveður að hann þurfi að hagræða til þess að hann hafi það betra sjáðu til eða jafnvel bara af því að honum langaði í nýjan jeppa, þá er bara skipt um kennitölu á fyrirtækinu algjörlega samviskulaust, vitandi það að starfsfólkið og fjölskyldur þeirra munu líða fyrir það en þetta gerir hann í þeirri fullvissu að það mun aldrei neinn geta gert neitt í þessu, það er að segja ef hann gerir þetta rétt.

Ég hef oft undanfarin ár aðstoðað vini og fjölskyldumeðlimi þegar þarf að standa í stappi við fólk sem gerir svona  hluti.  Þegar maður bankar upp á hjá svona mannleysu og þjófi, jafnvel rífur hann til á skyrtuni eins og hristir eins ræfilstusku til þess eins að gera honum ljóst að hversu brýnt sé að hann geri hreint fyrir sínum dyrum tafarlaust! Þá oftar en ekki hleypur siðleysis rottan út og hrópar handrukkari! handrukkar! Manni er stundum skemmt og hef ég jafnvel hlegið með sjálfrum mér þegar ég datt í þá pælingu hvort manninum brygði ef maður stæði á móti og benti Þjófur! Þjófur! en hvessa svo á hann „Þú stalst mat af diskum barna auminginn þinn!“

Svona menn geta gert mig alveg brjálaðann!

Áður en þið dæmið aðra manneskju af útliti eða af slúðri takið ykkur þá tíma til að kynnast manneskjuni eða í það minnsta kynna ykkur staðreyndir, ekkert í lífinu er einhliða.

Bestu kveðjur á ykkur frá gaurnum sem er ekkert svo slæmur 😉

900

Athugasemdir

Þú átt bara eftir að enda sem spikfeit flíspeysu mamma!

Next Story »

Á 13 viku vaknaði ég einn morguninn og búmm.