_MG_5702

Dansandi femínísk flóðbylgja – sjáðu myndirnar og myndband úr Hörpu

Höfundur Dagmey Ellen.

Milljarður rís gegn kynbundnu ofbeldi!

Samtökin UN women stóðu að tónleikum í hádeginu í dag undir nafninu milljarður rís vegna herferðar þeirra gegn kynbundnu ofbeldi. Herferðin ber nafnið Fokk ofbeldi og á að vekja athygli á því ofbeldi sem ein af hverjum þremur konum verða fyrir í heiminum en nú sé kominn tími til að gefa ofbeldi fingurinn og láta breytingar eiga sér stað.

Fólk getur haft áhrif með því að kaupa Fokk ofbeldi armbandið en með þessu armbandi er vonast til að umræður aukist um það mannréttindarbrot sem kynbundið ofbeldi er.
Tónleikarnir milljarður rís voru haldnir í Hörpu, Hofi á Akureyri, Seyðisfirði og Ísafirði í hádeginu í dag.

Þar af leiðandi má segja að einskonar feminísk flóðbylgja hafi átt sér stað um allt land í hádeginu í dag þegar fjöldi fólks kom saman til að gefa ofbeldi fingurinn og dansa gegn kynbundnu ofbeldi.
DJ Margeir spilaði fyrir dansi í Hörpu þar sem um 1300 manns mættu en með sanni má segja að gólfið skalf vegna góðra undirtekta á dansgólfinu.

Hér fyrir neðan fylgir myndband sem var tekið í dag af glöðu og skemmtilegu fólki. (því miður er hljóð ekki nægilega gott)

Og svo fyrir neðan myndbandið er hægt að sjá myndir frá glöðu og skemmtilegu fólki.

 

Takk fyrir mig! Takk fyrir komuna! Takk fyrir dansinn!

DJ Margeir

‪#‎Sonareykjavik‬ ‪#‎Sonar2015‬ ‪#‎djmargeir‬ ‪#‎milljardurris15‬ ‪#‎rvklunchbeat‬‪#‎unwomen‬

900

Athugasemdir

Sjáðu myndirnar frá fyrsta kvöldi Sónar 2015 – #Sonar2015

Next Story »

Hljóðmerki frá geimverum eða bara Sónar ?