group-of-Moms

Bumbuhópar – Verkfæri djöfulsins eða ómissandi stuðningur?

Ég rakst á greinina “Örsamfélög stjórnað af konum í hormónarússi“ inn á Vísi.
Greinin er í sjálfu sér fín og allir hafa rétt á sinni skoðun. Ég virði skoðanir Hönnu, þótt ég sé ekki sammála þeim öllum.

Út frá þessari grein ákvað ég að gera könnun. Ég fékk 119 mæður sem eru í alls kyns bumbuhópum, að svara nokkrum spurningum fyrir mig. Ég bara trúði því ekki að allar hefðu svo slæma reynslu af bumbuhópum.
Ég hef sjálf bæði góðar og slæmar reynslur. Góðu reynslurnar eru samt mun fleiri heldur en nokkurn tíman þær slæmu. Í dag á ég frábærar vinkonur sem ég kynntist í gegnum einn bumbuhópinn minn. Ómetanlegur vinskapur og ég er mjög þakklát fyrir þær.

.

Mér finnst einnig frábært þegar litlir hópar myndast út frá stærri hópum. Það er að sjálfsögðu eðlilegt að eiga meira sameiginlegt með jafnöldrum sínum.
Á minni meðgöngu greindist ég með meðgönguháþrýsting, mátti ekki fara úr húsi án fylgdar og leið virkilega illa að vera svona innilokuð, svo að sjálfsögðu vegna líkamlegu erfiðleikana sem fylgdu með. Þá var frábært að tala við stelpurnar/konurnar í hópnum. Vinkonur mínar voru ekki alltaf að nenna að hlusta á mig tala um meðgönguna alla daga og þarna gat ég fengið útrás fyrir öllum mínum spurningum, vangaveltum og skoðunum.
Það var mér mikill stuðningur að hafa aðrar óléttar konur í kringum mig á meðgöngunni. Við skildum hvað hver önnur var að ganga í gegnum og við vildum vera til staðar fyrir hvor aðra.
Þrátt fyrir að nokkur ár séu síðan að ég var ólétt, þá er ég alveg jafn virk í þessum hópum. Við hættum aldrei að biðja um ráð þegar kemur að börnunum okkar og ekki heldur þegar kemur að okkur sjálfum.


Ekki fyrir svo löngu síðan kom upp tilfelli þar sem tveggja barna móðir var fórnarlamb heimilisofbeldis. Þessi rosalega sterka kona deildi sögunni sinni með okkur og hvernig henni væri að ganga að koma sér úr sambandinu. Stelpurnar/konurnar í hópnum voru ekki lengi að sýna henni allan þann stuðning sem þær gátu, fallegar kveðjur og hvatningar komu í röðum og með hjálp allra náðum við að safna fyrir hana mat og peningum til að aðstoða með útgjöld. Fólk setur oft spurningarmerki við peningagjafir, þar sem við vitum ekki nákvæmlega hvað peningurinn fer í. En það var ekki aðal atriðið. Við vildum sýna stuðning. Hvernig sem við gátum gert það. Sýna henni að hún þyrfti ekki að vera ein að berjast og að við stæðum þétt við bakið á henni. Konur eru konum bestar.

En að sjálfsögðu eru kostir og gallar við allt. En ef við erum ekki að upplifa góðu hlutina, þá eru það bara við sem getum gert eitthvað í því. Hætta í hópnum. Þetta er ekki fyrir alla. En mikið rosalega finnst mér leiðinlegt þegar fólk alhæfir hlutina svona.

.

En hérna er útkoman úr könnuninni minni!

1. Aldur
16 ára eða yngri – 4,04%
17-20 ára – 10,10%
21-25 ára – 54,55%
26-29 ára – 17,17%
30 ára eða eldri – 14,14%

2. Hvað ert þú í mörgum bumbuhópum?
1 – 35%
2 – 31%
3 eða fleiri – 34%

3. Á skalanum 1-5. Hversu vel hafa bumbuhópar reynst þér?
1 – 8%
2 – 6%
3 – 14%
4 – 27%
5 – 45%

4. Aðrir meðlimir veita þér traust, stuðning, skemmtun, hjálp, gleði.

Aldrei – 5,006%
Sjaldan – 8,612%
Oft – 24,05%
Mjög oft – 34,32%
Alltaf – 28,012%


5. Myndir þú mæla með bumbuhópum við aðra?
Já – 93,94%
Nei – 6,06%

Ég var mjög ánægð með svörin. Þau voru fjölbreytt og sýndu þess vegna að auðvitað eru ekki allir sammála. Ég hafði þann valmöguleika að hægt væri að bæta við nokkrum orðum um sinn bumbuhóp og ætla ég að deila þeim með ykkur hérna.

“Gott að fá góð ráð og sögur”

“Bumbuhóparnir mínir hafa mjög oft hjálpað mér helling og stuðningurinn er ómissandi”

“Skemmtilegur og virku hópur sem óhræddur er að leita aðstoðar eða aðstoða þegar kallið kemur. Ómetanlegur stuðningur.”

“Það besta sem ég veit ;)”

“Ég er búin að kynnast mjög góðum vinkonum í mínum hóp og hefði alls ekki viljað sleppa því að vera í honum.. Svo margar spurningar sem maður getur spurt i hopnum sem maður myndi ekki kannski spyrja á fbinu sinu”

“Er í litlum mömmuhóp líka sem byrjaði sem bumbuhópur og við hittumst einu sinni í viku, finnst það æðislegt :)”

“Þeir eru frábært stuðningur frá skemmtilega mismunandi konum sem eru að ganga í gegnum svipaða hluti sem aðrir í kringum mann eru oft ekki að upplifa.”

“Róar taugarnar mjög mikið þar sem þetta er fyrsta barn.”

“Finnst oft vera að metast í mínum bumbuhóp.”

“Bara frábært stuðningur og fróðleikur. Veit um tilvik þar sem móðir dreif sig í tékk fyrr eftir að hafa ráðfært sig við hópinn og þá kom í ljós bráða meðgöngueitrun og hún var send í flýti suður og sett af stað, hún hefði ætlað að bíða eftir skoðuninni sem hún hefði átt að fara í 2 dögum síðar!”

“Mér finnst þetta frábærir hópar. Síðan hafa þeir líka myndað minni hópa og í þeim eru mjög góðar vinkonur mínar. Er mjög ánægð með að hafa farið í þessa hópa, ég var með svolítið mikla fordóma fyrir þessu sjálf.”

“Er í topp hóp sem er búin að vera á lífi síðan í byrjun 2012 og blómstrar en ! Endalaust að dýrka það og settum líka log á inntökur í hópnum 127 sc og eftir það náðum við að kynnar hvor annarri svo vel og akkurat gátum losið okkur við flest allar reglur um virkni og fleira :)”

“Ég er í mjög nánum bumbuhop og erum við ca 30 stelpur frá 19 ára – 41 árs og erum allar orðnar rosalega góðar vinkonur ! Bumbuhópar eru bráðnauðslynlegir fyrir allar óléttar konur :)”

“Ég þori ekki að setja neitt persónulegt inná bumbuhóp.. Treysti ekki á trúnaðinn.”

“Eru allir æði. Verða oft rökræður en þær eru oft nauðsynlegar líka.”

Ég vona að þetta verði til þess að bumbuhópar séu ekki dæmdir of hart. Þeir hafa reynst mér svo rosalega vel og mér þykir mjög leiðinlegt ef stelpur/konur sem þurfa á svipuðum stuðning að halda, láta þetta framhjá sér fara.

.

Enn og aftur ætla ég samt að segja, við erum eins misjafnar og við erum margar! Fögnum því.

 

sra osk

 

 

900

Athugasemdir

“Börn eru ekki vopn, þau eru manneskjur” – Kómískar

Next Story »

Skuggarnir á geðsjúkrahúsinu í Parma, Ítalíu