b0c73d39bd599fe078b377d74be6cddb

“Börn eru ekki vopn, þau eru manneskjur” – Kómískar

Pistill eftir Halldóru Rut.

Feður eru mikilvægir fyrir börn okkar.

Því miður fá ekki öll börn (og eiga ekki eftir að fá) tækifæri til þess að alast upp með þeim. Yfirleitt er það vegna veikinda, dauða eða vegna þess að þeir séu ekki tilbúnir til þess að verða foreldrar og taka þá meðvitaða ákvörðun sjálfir um að vera ekki með í uppeldinu.

556Son1
Ég er rosalega mikil pabbastelpa, það að hafa tekið þá ákvörðun 21 árs gömul að flytja út frá pabba mínum fékk rosalega á mig. Mér leið í sjálfu sér svolítið eins og ég væri að svíkja hann eða skilja hann einan eftir og myndi aldrei hitta hann aftur, en auðvitað hló hann bara af mér og sagði mér að halda áfram með mitt líf. Ég hef oft hugsað um það hvað ég er heppin að hafa fengið að alast upp með báðum foreldrum mínum (þótt þau séu skilin í dag). Það er ýmislegt sem ég hef fengið að læra frá þeim báðum, sumt sem mamma hafði ekki getað kennt mér (eða átt mjög erfitt með það) og öfugt. Ég er ennþá að læra helling af þeim, báðum. Ég fékk þau forréttindi að alast upp með báðum foreldrum mínum, hvað með barnið þitt?

Við foreldrarnir þurfum ekki að vera saman svo barnið okkar alist upp með báðum foreldrunum. Það að reyna að hafa eðlileg samskipti ykkar á milli, er það sem skiptir máli – þið getið þá rifist á meðan barnið er ekki til staðar. Þið þurfið varla að tala saman. Eins og segir í barnalögum “Barn á rétt á að þekkja báða foreldra sína. Móður er skylt að feðra barn sitt …”. Persónulega veit ég um feður sem standa sig betur einstæðir en í sambandi, þá er ábyrgð þeirra meiri og þeir ná að tengjast barninu mun betur en þegar móðirin er með. Eins með okkur mæðurnar.
5566icko1_500

Því miður hef ég heyrt alltof margar sögur um það að foreldrar sem eru með fullt forræði, þá í flestum tilfellum mæður, séu ekki að leyfa hinu foreldrinu að hjálpa til og fylgjast með uppeldinu (hitta börnin sín, fá fréttir af þeim o.s.frv) vegna erfiðra sambandsslita eða samskiptaörðugleika á milli foreldranna. Stundum þarf ekki meira til en að foreldrið sé komið með nýjan maka og ætla að byrja upp á nýtt með þeim – án samskipta við fyrrverandi barnsmóður/föður.Það sem mér þykir þó allra verst er þegar konur ákveða að eiga börn og segja ekki feðrunum frá, svo þegar samviskan er farin að naga þær að innan þá ákveða þær að gera það “Hæ, hérna, þú átt barn sem er að verða 4 ára, hélt þig langaði til þess að vita það” og eru svo rosalega hissa yfir því að feðurnir þurfi að taka sér tíma til þess að hugsa þetta og eru ef til vill ekki tilbúnir að eiga barn. Hvar er jafnréttið í því?

Auðvitað er það okkar ákvörðun, sem mæður, að eignast barnið, ss. hvort við ætlum að eiga barnið eða ekki þegar upp kemur að við séum óléttar. Eins er það feðranna ákvörðun að ákveða hvort þeir ætli að taka þátt í uppeldinu eða ekki. Þegar báðir einstaklingar eru hæfir – andlega og líkamlega – til þess að taka þátt í uppeldinu og gera það sjálfsviljugir, afhverju að reyna að spilla því? Börn eru ekki vopn, þau eru manneskjur – manneskjur sem treysta á það að við foreldrarnir tökum réttar ákvarðanir fyrir þau og kennum þeim það rétta og ranga í lífinu.

 5544
Ég ákvað að gera könnun í sambandi við réttindi feðra, 100 manneskjur tóku þátt í að svara henni, nafnlaust. Þar af voru 86 konur og 14 karlmenn, af þeim áttu 60 börn og 40 ekki.
 

Ég tók nokkrar laufléttar spurningar, eins og til dæmis, hvernig þeim þætti réttarstaða feðra á Íslandi og þar af sögðu 67 af þeim að hún væri slæm eða mjög slæm, 28 að hún væri í lagi en aðeins 4 sögðu að hún væri góð eða mjög góð.

58 af þeim 78 sem svöruðu spurningunni, sögðu að þeir sjálfir eða aðrir feður sem þeir þekktu hefðu ekki fengið að taka þátt í mikilvægum ákvörðunum í sambandi við barnið sitt. 65 af þeim 89 sem svöruðu næstu spurningu, sögðust sjálfar eða aðrar mæður sem þær þekktu, hafa tekið mikilvægar ákvarðanir án þess að ráðfæra sig við feður barna sinna.

89 einstaklingar eða 90,82% töldu mæður ekki hafa meiri rétt á því að taka ákvarðanir fyrir börnin, á meðan aðeins 9 einstaklingar eða 9,18% töldu þær hafa það.

Að lokum spurði ég afhverju/afhverju ekki? og ég fékk svör eins og:

“Því það á bara að vera sjálfsagt að feður hafi jafnmikinn rétt og mæður, þeir eiga jafn mikið í barninu og þær”

 
“Rétturinn á að vera jafn í báðar áttir nema þegar annar aðilinn, pabbinn eða mamman, er vanhæfur til ákvörðunartöku”
 
“Jafnrétti?”
 
“Það eru til svartir sauðir í samfélaginu okkar, því miður! En þegar pabbinn vill virkilega taka þátt í öllu sem við kemur barninu á hann að hafa fullan rétt á því. Bitrar barnsmæður í samfélaginu sem láta fortíðina bitna á barninu eru orðnar mjög þreyttar”
 
“Barnið er afkvæmi beggja foreldra til jafns, svo réttarstaða ætti einnig að vera jöfn”
 

“Af sjálfsögðu eiga báðir foreldrar að hafa sama rétt á að taka stórar ákvarðanir varðandi barnið og þekkja og umgangast það. En mér finnst svolítið vanta í umræðuna hvað ef annað foreldri er bara ekki hæft? Hvort sem það er móðirin eða faðirinn. Vissulega er það algengt að mæður misnoti sér aðstæður með börnin og “hefna” sín eða “refsa” pöbbunum með því að banna umgengni þeirra með börnunum en svo eru líka dæmi um það að faðirinn eða jú móðirin hefur gert eitthvað, sýnt einhversskonar hegðun sem sannar það að viðkomandi foreldri er ekki treystandi fyrir barninu”

“Almennt finnst mér fólk eiga að taka sameiginlegar ákvaðanir sem við kemur barninu, en auðvitað eru til undantekningar, sumir foreldrar eru einfaldlega ekki hæfir hvort sem það er móðirin eða faðirinn, og ef staðan er svoleiðs þá auðvitað finnst mér það foreldri sem er hæfara eiga allan réttinn. Finnst oft gleymast að konur sem lenda í heimilisofbeldi að hálfu maka síns fá ekkert um það ráðið hvort faðirinn/ofbeldismaðurinn taki þátt í uppeldinu, af minni reynslu er það allavega þannig og mætti laga það, eins og það má líka laga það að faðirinn eigi meiri rétt. Það er bara mikið sem tengist þessu á beggja vegu sem mætti laga”

“Fer bara svo gríðarlega eftir aðstæðum og sálrænni heilsu beggja foreldra”

 

 
“18ára stelpa þroskast miklu meira en 18 ára strákur ef þau myndu eignast barn. Mæður ættu að hafa meiri rétt til 4ára aldurs”
 55

Best er að ræða þessi mál strax. Áður en þið byrjið nýtt líf án barnsföður/móður því þetta er ákvörðun sem þið þurfið að taka og enginn annar á að hafa áhrif á hana. Það besta sem þið getið gert er að semja strax um umgengnisrétt hjá sýslumanni og ef ekki næst fullkomið samkomulag á milli foreldra þá aðstoðar sýslumaður við það að finna lausn sem er best fyrir barnið. Segjum að þið semjið um helgar, þá eruð þið með þann tíma og hægt er að sekta lögheimilisforeldrið ef það leyfir hinu foreldrinu ekki að fá barnið á sínum tíma, sem er að mig minnir hátt upp í 10.000 kr á dag. Foreldrum er auðvitað frjálst að skipta á milli sín fleiri dögum ef vilji er fyrir hendi en lagalega séð þá er þessi tími fastur. Sambandsslit foreldra eiga ekki að bitna á framtíð barnsins.

Ég skil aðstæðurnar að feður eru ekki alltaf til staðar, betur en þið viljið örugglega trúa, þar sem skoðun mín er greinilega sú að feður eigi að hafa meiri réttindi og fá að sjá börnin sín. En það að gefa þeim ekki möguleika á því að vera það, ef þeir eru tilbúnir til þess, á ég erfitt með að skilja. Þeir eiga allan rétt til þess að fá tækifæri á að vera inn í lífi barnanna, fólk breytist yfirleitt til þess betra og þá sérstaklega þegar þeir eignast börn. Endilega gefið þeim tækifæri til að sanna fyrir ykkur að það sé hægt að breytast.

Ég vil að lokum þakka öllum sem hjálpuðu mér við það að gera þessa grein!

halll55
900

Athugasemdir

17.Jún mótmælin – Hvenær má mótmæla?

Next Story »

“Áfengið sem þú drekkur í dag, er lán hamingjunnar á morgun”