_MG_2549

BlazRoca Frumsýnir tónlistarmyndbandið Fyrirliðinn á Lavabar.

Við vinkonurnar skelltum okkur á Lavabar í nokkra kokteila. Þegar við göngum inn taka á móti okkur fordrykkir og fullt hús af fólki. Við spyrjumst fyrir um hvað sé í gangi og fáum þau svör að BlazRoca sé á svæðinu að frumsýna tónlistarmyndbandið Fyrirliðinn. Þetta að sjálfsögðu toppaði kvöldið okkar, sjúkir kokteilar og BlazRoca á svæðinu! Við erum allar búnar að vera miklir aðdáendur hans frá unglingsaldri, eða allt frá xxx Rottweiler. Sveinbi vinur okkar var á svæðinu að mynda sem betur fer, enda nauðsynlegt að fá mynd af sér með legendinu. Í þessum brjálaða stemmara sem var þarna inni upplifðum við samt algjörlega frábæra þjónustu og má eiginlega segja að maður upplifði sig svolítið VIP, sem er ekki verra þegar fjórar skvísur ákveða að kíkja á djammið!
_MG_2559

Erpur settist hjá okkur og var alveg til í viðtal við mig því eins og hann sagði sjálfur þá fílar hann Monroe.is.

Algjörlega sjúkt myndbandið þitt og til hamingju, er það rétt skynjað hjá mér að það votti fyrir ákveðnu þjóðernisstolti.

“Já auðvitað að vissu leyti. Þú verður aldrei betri eða verri af því að búa á þessu landi, en þetta er samt staðurinn sem mótar mann mest. Svo að það er að sjálfsögðu skírskotun í það. Þú munt sjá það í flestu sem ég geri að ég er héðan.”

_MG_2593

Það er svolítið töff hvernig þú mixar saman I myndbandinu þér og því sem era ð gerast í þjóðfélaginu, Það er fitnessið, sjómennirnir og Landslið kvenna.

“Já fyrirliðaþemað í laginu er um alla fyrirliðana í landinu. Við Helgi tökum rappið, Gunnar Nelson tekur slaginn, Pavel er með körfuna, Margrét Lára og kvennalandsliðið er búið að gera okkur stolt oft, Fitness Iceland krúið eru algjörir fyrirliðar í sínu, þau Magnea, Aðalheiður, Teitur og Jóhann, sjóararnir af Vigra, Jakabólsdrengirnir og allt þetta lið sem er að keyra fyrirliðann og gera okkur stolt daglega.

Á bakvið perónuna BlazRoca er önnur persóna, hver er hann?

“Ég kem frá fólki sem hefur alltaf þurft að hafa fyrir sínu, það er enginn kvóti í fjölskyldunni minni, það fékk engin neitt í áskrift. Þegar þú finnur að þú hefur alltaf þurft að hafa fyrir öllu í lífinu þá mótast þú eftir því. Ég hef mjög sterkar skoðanir og tjái mig óttalaust um þær. Fjölskylda mín aftur í ættir sá auðinn í menntun. Svo það er metnaður fyrir því að vera vel og víðlesin og vera í eilífri sannleiksleit.”

_MG_2606

Hvaðan kemur óttaleysið hjá þér?

“Held þetta sé í blóðinu bara. Ég er Strandastrútur, þegar amma er ófrísk af pabba þá er hún sígandi í björg á Hornströndum eftir eggjum. Þetta er í raun að vita hvað þú ert að gera, ekki gera eitthvað út í bláinn, vita að þú ert að gera rétt. Þá er svo auðvelt að vera óttalaus. Svo hefur maður oft fengið staðfest að maður hafi haft nokkurn veginn rétt fyrir sér. Til dæmis erum við loksins að sjá þennan teprufeminisma víkja fyrir feminismanum sem mér hefur alltaf fundist mest spennandi og frelsandi. Druslugangan og free-the-nipple herferðin eru góð dæmi um þetta. Sem mér finnst bara eitthvað það frábærasta sem ég hef séð á seinustu árum. Varð bara að koma því að hérna.”

 

Þú ert á föstu er það ekki? Segðu mér aðeins frá þessari drottningu sem þú ert með.

“Hún er algjör veisla, skemmtileg, sæt og flott. Ég hef ekki mikið verið í þessum kærustuleik í lífinu almennt, en stundum er það bara þess virði.”

Ég þakka BlazRoca fyrir frábært viðtal og óska honum innilega til hamingju bæði með myndbandið og að hann “met his match”!

Við yfirgefum Lavabar seint um nótt, búnar að upplifa frábært kvöld, frábæra stemningu og æðislega þjónustu.

Sjá myndband hér fyrir neðan.

Hér má sjá svo nokkrar myndir frá kvöldinu.

900

Athugasemdir

Hrottaleg nauðgun í miðbæ Reykjavíkur!

Next Story »

Viðtal við Marco Evaristti gjörningalistamann. Verið meira opin fyrir nýjum hlutum!