9-1

Baráttan í lífi allra

Allir lenda í því eitthverntíman á ævinni að þeir séu við það að bugast. Ekkert fer þá leið sem maður vonaðist eftir og allt er á afturfótunum. En spurningin er, hvernig ætlar þú að takast á við aðstæðurnar?

Hér er saga með góðum boðskap fyrir alla:

Einu sinni kom dóttir til föður síns og kvartaði yfir því hversu vansæl hún væri í lífinu og að hún vissi ekki hvernig hún gæti tekist á við það. Hún var þreytt á að berjast og vera í erfiðleikum alla daga. Það virtist sem svo að þegar eitt vandamál var leyst, kom annað í staðin.
Faðir hennar, sem var kokkur, leiddi dóttur sína inn í eldhús. Hann fyllti þrjá potta af vatni og setti þá á eldavélina og kveikti undir.
Þegar vatnið í pottunum þremur var byrjað að sjóða, setti hann kartöflu í fyrsta pottinn, egg í annan pottinn og að lokum kaffibaunir í þann þriðja. Hann lét það sitja og sjóða og sagði ekki orð við dóttur sína á meðan. Dóttirin kveinaði og beið óþolinmóð eftir því að sjá tilganginn í því sem faðir hennar var að gera.
Eftir tuttugu mínútur, slökkti hann undir pottunum. Hann tók kartöfluna úr pottinum og setti í skál, síðan tók hann eggið úr pottinum og setti í skál, að lokum helti hann vatninu frá kaffibaununum í bolla.
Hann snéri sér að dóttur sinni og spyr “Dóttir, hvað sérðu?”
“Egg, kartöflu og kaffi” svaraði dóttirin.
“Skoðaðu betur” sagðir hann, “snertu kartöfluna.” Hún gerði það og sagði að kartaflan væri mjúk.
Faðirinn bað hana þá að taka eggið og brjóta það. Eftir að hafa tekið skurnina af, segir hún að eggið sé harðsoðið.
Loks bað hann hana að taka sopa af kaffinu. Góði ilmurinn af kaffinu fékk dótturina til þess að brosa.
“Faðir, hvað þýðir þetta?”, spurði hún.
Hann útskýrði þá að kartaflan, eggið og kaffibaunirnar höfðu öll gengið í gegnum það sama. Sjóðandi vatn. Hinsvegar, hafði hvert og eitt þeirra brugðist öðruvísi við.
Kartaflan var hörð og sterk áður en hún fór ofaní vatnið, en í sjóðandi vatni varð hún mjúk og veikburða.
Eggið var brothætt með þunna skel áður en það fór ofaní vatnið, en í sjóðandi vatninu harðnaði og styrktist eggið að innan.
Kaffibaunirnar voru hinsvegar öðruvísi. Eftir að þær voru settar ofaní, breyttu þær vatninu og bjuggu til eitthvað nýtt.
“Hver af þessum ert þú?” spurði hann dóttur sína. “Þegar mótlætið bankar upp á, hvernig bregst þú við? Ertu kartafla, egg eða kaffibaunir?”.

Margt gerist í lífinu. Hlutir gerast í kringum okkur, þeir koma fyrir okkur, en það eina sem skiptir máli er hvernig þú kýst að bregðast við því og hvað þú gerir úr því. Lífið snýst um að halda ró, samþykkja og breyta öllum baráttum sem við upplifum í eitthvað jákvætt.

Fleiri sögur eins og þessa er hægt að lesa inn á Moral Stories.

900

Athugasemdir

Gleymist þetta í þínu sambandi?

Next Story »

Hvernig er hægt að auðvelda meðgönguna