LoverFight300

Ástin, hún er súr!

Flest byrjum við í sambandi með þá von í hjarta að núna séum við búin að finna drauma prinsinn/prinsessuna. Við deilum myndum og fallegum staðhæfingum á facebook. Það er út að borða kossar, káf og bilað lovemaking. lífið hefur aldrei verið fallegra, meira að segja ljóti druslubílinn verður spennandi, því hann færir þig nær ástinni þinni. Vinirnir gleymast vegna sleiksins, bumban stækkar vegna ofátsins og kósýheitanna, en svo byrjar þetta… Hver á að vaska upp? Setja í vél? Afhverju tekuru ekki til eftir þig? Djöfull fara krakkarnir og makinn í taugarnar á mér.. Þarftu alltaf að vinna svona lengi? Ætlaru að fara svona í veisluna? Er það lífsins ómögulegt fyrir þig að gera eitthvað hérna heima? Hver ætlar út með hundinn? Nærð þú að sækja krakkana? Djöfull, ég er að verða alltof sein, getur þú ekki flýtt þér? Kossarnir á undanhaldi, káfið og lovemaking verða að skipulögðum hlut, og ástin verður að sýndarveruleika á netinu.

Vinirnir tala um hvað þið séuð fullkomin, og þú tekur undir það og jafnvel lætur vinunum líða illa yfir ófullkomna sambandinu þeirra. Hvað gerðist? Ákvað lífið bara að taka við? Gleymdum við okkur? Förum í hjónabandsráðgjöf, og hvað svo?

Skilnaður eða 100% viðsnúningur á sambandinu? Eða… er þetta ástin sem við erum í raun og veru öll að leita að? Maki sem þolir þig jafnvel þegar þú ert hundleiðinlegur, fúll og kærleikurinn og þolinmæðin á þrotum.. Þegar þú lendir í ástvinamissi og makinn þinn stendur við hlið þér og gengur með þér öll skrefin? Maki sem að þrátt fyrir allt, er með þér í liði í öllu þessu leiðinlega hversdagslega streði. Sem þykir þú jafn leiðinleg eins og þú ert skemmtileg? Já veistu, ég held það.. Ég held að lífið verði ekki betra með betri maka, ég held að þú getir hinsvegar verið betri maki, kanski og bara kanski höfum við öll horft á of margar bíómyndir til að vita hvernig samband á að vera, sjáum við kanski ekkert nema draumsýn annara á veruleikanum okkar?

 

Valdís Rán Samúelsdóttir

[useful_banner_manager_banner_rotation banners=5,6 interval=4 width=600 height=200 orderby=rand]

900

Athugasemdir

#FreeTheNipple og feðraveldið

Next Story »

Ég er sjálfselsk!