lgg3 vinner

Árið áður var það LG G2 og núna er það LG G3

LG G3 var valinn besti snjallsími ársins á ráðstefnu Global Mobile Awards sem GSMA stóð fyrir. Ástæða þess að LG G3 vann er vegna þeirra fjölbreytilegu eiginleika sem síminn býður upp á ásamt gæði símans og hve auðveldur hann er í notkun.

Einnig var LG Urbane snjallúrið valið besta snjallúrið en bestu kostir voru meðal annars að batteríið var besta og langlífasta batterí sem finnst í snjallúri og það stóra skref að vera fyrsta snjallúrið til að hafa NFC tækni sem gerir þér kleypt að nota snjallúrið til að borga lestarferðina eða kaffið á kaffihúsinu.

lg-g3-ve-lg-g2

Juno Cho forseti og framkvæmdarstjóri LG electronics Mobile Communications company sagði það vera heiður að svona margir gerðu sér grein fyrir vinnunni sem fór í hönnun LG G3 og Urbane snjallúrin.

LG hefur nú gefið út að LG G4 sé væntanlegur seinni hluta ársins 2015 en þeir hafa einnig gefið í skyn að þeir munu koma með aðra línu af snjallsímum sem verður betri en G línan. Ef til þess kemur að þessir símar verða jafn vinsælir og LG G3 megum við búast við að LG sópi til sín mun fleiri verðlaunum á næstu ráðstefnum.

Á seinasta ári var LG G2 valin besti snjallsíminn.

Hérna fyrir neðan má sjá LG G Urbane

Nánar má sjá hér androidheadlines.com

[useful_banner_manager_banner_rotation banners=5,6 interval=3 width=640 height=240 orderby=rand]

900

Athugasemdir

Skuggi yfir þjóðinni?

Next Story »

Barn úrskurðað dáið, sett í kælir í 10 klst og þaðan í kistu,barnið lifði af!