11068096_10205566861703425_3466515941697091862_n

Að vilja deyja 8 ára…Einelti…

Sorgin lagðist yfir mig og tárin brutust fram þegar ég las grein um 8 ára dreng sem þurfti að þola þannig einelti að hann þráði mest að deyja og eignast vini í englunum…
Hvernig samfélag er það sem samþykkir einelti? Eða til vara… hafnar því eindregið en lítur undan þegar það blasir við…?
Einelti eins og þessi drengur gékk í gegnum… lítill einstaklingur sem er kannski erfiður á sinn hátt en á einstaka og dýrmæta sál eins og við öll…
Hvað gengur okkur til þegar við grípum inn í og veljum fyrir börnin okkar hverja þau skuli þekkja og umgangast og hverja ekki?
Og gera það á forsendum fullorðinna, forsendum fullum af fordómum sem bara fullorðið fólk á..niðurstaðan of oft fengin án þess að vita nokkuð um hagi eða aðstæður viðkomandi… börn hugsa nefnilega ekki þannig…
Af hverju vinnum við ekki að því að rjúfa einangrun fórnarlambsins í stað þess að dæma án miskunnar…og…
Hvernig getum við ekki vitað að þetta leiðir yfir fórnarlömbin hörmungar… samfélagslega einangrun og niðurlægingu…
Ég ætla ekki að tala neina tæpitungu hér og læt mér í léttu rúmi liggja þó ég raski hugsanlega ró einhverra,
Það er að mínu mati grafalvarlegt mál að lítið barn sé sett í svona aðstöðu… þurfi að líða þannig að það sé í ruslflokki…að það sé vegarnestið út í lífið… Hunsað, fyrirlitið, hent út í horn…ýtt til hliðar af umhverfi sem vill ekki þekkja það… Enginn mætir í afmæli… enginn heilsar við skólaupphaf… engin bros heldur frekar barsmíðar… andlegar og líkamlegar af hendi nemenda og stundum foreldra einnig, mismeðvitað…
Mér finnst foreldrar sem innræta börnum sínum svona framkoma og háttarlag ekki hæfir uppalendur… þarf ekki að gera úttekt á því hvernig heimilshaldi er háttað þar sem svona lagað verður til?
Afleiðingar eineltis eru þekktar…hélt ég… allavega nógu þekktar til þess að fullorðið fólk reyndi að stöðva slíkt frekar en stuðla að því… griðarlega erfiðar tilfinningar, stundum eiturlyfjaneysla eða bara eitthvað sem deyfir sársaukann, vonleysið og einmanakenndina…
Hörmungarlíf hljótum við að vera sammála um… og hverjum eða hverju getum við um kennt? Fyrir mig er það skortur á kærleika í bland við siðleysi… skólayfirvöld – kennarar – nemendur og foreldrar þeirra…
Þetta er til skammar og fátt lýsir stöðunni betur en sú staðreynd að barn skuli kunna að hafa þær tilfinningar að besta leiðin sé að hætta að lifa…
Tökum okkur saman í andlitinu og stöðvum þetta skelfilega ofbeldi gagnvart litlum saklausum börnum sem ættu aldrei að þekkja þessar tilfinningar…sjálfsmorðshugsunina,
Gleðin á að ríkja í hjörtum þeirra á æskuárunum og það er okkar fullorðna fólksins að sjá til þess að svo megi verða…Ef við getum ekki spornað við þessari ósvinnu ja……þá skulum við skammast okkar duglega!
Sýnum kærleika og tilfinningalegan þroska og höfum að leiðarljósi þá gullvægu setningu: Að aðgát skal höfð í nærveru sálar,
ÖLL BÖRN EIGA AÐ VERA SAMÞYKKT- EKKI BARA SUM !
Þar til næst
Xoxo
Ykkar Linda

eineltismynd

900

Athugasemdir

Ég er sjálfselsk!

Next Story »

Ég var ekki glæpamaður, ég var barn í vanda.