ófrjósemi

Að læra að lifa með ófrjósemi!

being-infertile-is-harder

16 ára gömul fer ég í skoðun sem úr kemur að ég muni ekki geta eignast börn án hjálpar.

Ég hef sagt frá þessari reynslu áður, og hvernig ég dílaði við hana.

En fyrir rétt um ári síðan var mér sagt að ég væri byrjuð að verpa, eins og skemmtilega og læknirinn orðaði það. Það var í fyrsta skipti frá 16 ára sem ég upplifði að ég væri alvöru kona.

Ef ég vildi þá gæti ég eignast börn, skrýtin en skemmtileg tilhugsun. Svo hálfu ári seinna var mér sagt aftur sömu fréttir og áður að PCOS’ ið mitt væri komið á flug aftur. Ég var s.s kona sem gat ekki eignast barn aftur. Aftur kom sama sorgin, sömu vonbrigðin, sama tilfinningin að missa kvenleika minn. Að enn á ný þá hyrfi allt sem gerir mig að konu og enn á ný kæmu allar aukaverkanirnar af mínum sjúkdóm af krafti. Aftur þarf ég að fara í gengum að nenna ekki að tala um börnin þín eða gleðjast ekki yfir óléttufregnum vinkvenna minna. Aftur þarf ég að fara í gamla barnlausa planið mitt og minna mig á að mig langar ekki börn. Það er samt annað að velja barnleysi sem ég gerði þegar ég gat orðið ófrísk, en að það sé valið fyrir þig og þú hafir ekkert um það að segja. Ég er ekki barnakelling og hef þannig lagað aldrei haft gaman að börnum eftir að ég varð fullorðin, mig langar ekkert að passa fyrir þig og hefur ekki langað í mjög langan tíma. En það er voða skrýtið að verða 16 ára aftur fyrir framan læknirinn, nema fyrir utan eitt, ég er 33 ára með möguleika 0 % á getnaði. Ég leyfði mér í nokkra mánuði að dreyma um að kanski eftir tvö ár myndi maður jafnvel fara að plana barneignir. En núna ári seinna í hamingjusömu sambandi, með allt öryggi sem barn þarf, er það ekki í boði. Það er margt mikið verra en þessi staða og ég kann alveg að eiga ekki börn, ég kann að langa ekki í þau, ég kann að ferðast og ævintýrast, ég kann að byggja upp frama. Ég kann þetta allt, en á þessum stutta tíma sem ég var raunverulega kona aflærði ég allt þetta og upplifði að ég hefði val, barn eða barnleysi?

Ég í gleði minn sagði öllum sem vildu heyra að nú væri ég sko orðin frjó og þá byrjaði þrýstingurinn að fara að fjölga sér því nú væri því ekkert til fyrirstöðu. Ég var ekki tilbúin þá, og ekki tílbúin núna. En munurinn er að síðan í febrúar upplifi ég aftur þessa lokun, þar sem ég hefti tilfinningarnar mínar og ýti þeim niður í kassa í hjartanu mínu, þessar tilfinningar sem langar að hrópa, ÉG ER ÓFRJÓ.. Hvað kemur þér það við hvort ég eignist barn eða ekki!

Svo kemur upp í huga minn, hafa þessar konur upplifað að kvennleikinn þeirra hafi verið tekið af þeim? Hafa þær upplifað sorgina við að missa vonina?

Hafa þær upplifað að allt sem þær höfðu ímyndað sér að yrði væri tekið frá þeim?

Hafa þær upplifað að þurfa að gráta sig í svefn og vakna grátandi vegna drauma sem verða aldrei að veruleika?

Hafa þær upplifað að lífið þeirra verði aldrei eins, að öll sambönd sem þær stofna til eiga ekki möguleika á fjölskyldulífi? Að þú fáir aldrei að heyra tiplið í litlum fótum? Að þú fáir aldrei að halda á því sem er þitt? Þú verður aldrei mamma neins, þú verður aldrei amma neins, þegar maki þinn deyr þá ert þú ein eftir.

Hafa þær bara upplifað?

Það líkist helvíti á jörð að bera þetta, ég brosi, ég hef gaman, ég elska, mig dreymir, ég þrái, ég upplifi allt sem þið upplifið, nema ég mun aldrei upplifa það að vera heil, að hafa val, að þurfa ekki að spá í hvort ég eigi að fara legnám til að minnka einkenni míns sjúkdóms, eða láta drepa hluta eggjastokkana minna með að láta bora í þá, ég mun líklegast aldrei upplifa einkennalausan dag.

Hvað af þessu hafa þær upplifað, það er eitt að finna samkennd, en ekki segja að þú skiljir, nema að þú virkilega skiljir.

Ef þú hefur val, þá getur þú ekki skilið konur sem eru með þennan sjúkdóm, þetta ólæknanlega helvíti sem þessar konur bera allt sitt líf.

Endilega ef þú ert eða átt vinkonu/systur sem er líka þessi kona, deildu þessari grein með henni, því það er svo gott að vera ekki ein :)

Valdís Rán samúelsdóttir

900

Athugasemdir

sjúklegar ostastangir – einfalt og fljótlegt!

Next Story »

Algjörlega magnað myndband af alvöru ofurhugum!