11022530_10206273156806242_8448607002149532194_n

Að gefa barni sínu brjóst er ekki tabo á islandi og hefur ekki verið i mörg ár!

Krístín skrifar:  

Ég veit nú eiginlega ekki alveg hvar maður á að byrja á þessu.
Nú þegar liðið hafa nokkrir dagar frá því við Íslendingar komum þennan merkis “FreeTheeNipple” dag á kortið hjá okkur þá hef ég orðið vör við allskonar viðbrögðum bæði með og á móti.
Jú við erum nú öll sem betur fer ólík en við eigum öll að vera komin jafn langt í lífinu að vita það að setja inn berbrjosta myndir af stelpum frá aldrinum þrettán ára till jamm ??? Ég veit ekk alveg hvað sú elsta var gömul en ég sá eina sem var vel komin yfir fertugt kallar bara á auðvelt netklám.

Það skal enginn segja mér það að karlar séu og fái einhvertimann nóg af kvennmannsbrjóstum, ekki einu sinni þótt þeir myndu sjá sömu brjóst dag eftir dag mánuð eftir mánuð ár eftir ár kvennmannsbrjóst munu alltaf vera kyntákn kvennmanslikamanns, þvi þannig virka hórmónin hjá körlunum þeir elska brjóst og afhverju að taka það af þeim.
Àrið er 2015 og jú auðvitað á að ríkja jafnrétti vinnulega séð launalega séð fæðingarorlofs séð heimafyrir séð og á svona hlutum sem skipta máli.
Brjóst á kvennmönnum og karlmönnum er ekki jafnréttisbárátta þetta er farið að snúast um virðingu konur vilja að karlmenn virði þeirra brjóst það mikið að þeir hætti að girnast þau, við konur erum ekki = karlemenn við erum allt önnur tegund.

Að stelpur/konur ákváðu að bera á sér brjóstin fyrir jafnrétti er úti hött.
Þessi barátta snýst ekki um að gefa konum þau réttindi til að gefa börnum sinum brjóst á almannafæri þér er frjálst að gefa barni þínu brjóst hvar sem á landinu og hvenar sem er.
Að gefa barni sínu brjóst er ekki tabo á islandi og hefur ekki verið i mörg ár ég var með barn mitt á brjóst árið 2000-2002 og ég sat á kaffihúsi i kringluni og gaf henni brjóst þar, engin kippti sér upp við þvi og fann ég aldrei fyrir fyrirlitningu gagvart þvi að ég var að næra barnið mitt, og það var alveg sama hvar ég gerði það, en hefði ég bara sitið á kaffihúsinu á brjóstunum hefði starfsfólkið eflaust beðið mig um að klæða mig i bol eða beðin mig um að fara vegna virðingu við fólkið og staðarins og þau hefðu alveg gert það sama við karlpeninginn. Ég hef ekki orðið vör við það að allir karlmenn séu að litilsvirða konulíkamann, ef eitthvað er þá eru þeir svo bálskotnir i þeim að þeir örvast upp bara við að sjá brjóstamyndir auðvitað er til svartur sauður allstaðar sem fær eitthvað útur þvi að niðurlæga kvennmenn en það eru lika til konur sem að niðurlæga karlmenn.

Þær segja frá þvi ef að maðurinn er með litið typpi eða sýginn pung og þær geta alveg eins sett inn myndir af þessu eins og strákarnir setja inn myndir af stelpum.
Við kvennmenn tökum þetta bara meira nærri okkur, þvi við finnum meira fyrir þvi, við erum viðkvæmari.
Það eru lika til karlemenn sem eru viðkvæmir og vilja ekki láta birta myndir af sér á netinu en við tölum aldrei um þá bara okkur, um að gera skella svo inn nokkrum góðum brjóstamyndum og ganga um ber að ofan til að stöðva þessa litilsvirðingu eða hefnarklám eina sem þetta skilaði af sér var að það bættust nokkrar hundruða myndir inna netið fyrir þessa svarta sauði sem að elska svona myndir…

Ég lit ekki á það sem litisvirðingu að biðja konur um að vera i bolum heldur virðingu, alveg eins og við konur myndum vilja að karlmenn væru i bolum á almeningstöðum þvi við þættum að þeir ættu að bera virðingu fyrir þvi að þarna sé fullt af fólki og ekki allir sem eru hrifnir af þvi að sjá karlmenn eða konur bera að ofan þetta snýst um virðingu ekki jafnrétti.
Ég hef ekki tekið eftir þvi á þessum dögum að stelpur séu að leitast eftir þeim rétti að meiga gefa börnum sinum brjóst á almannafæri heldur vilja þær geta verið berbrjósta i sundi leikfimistimanum og bara þar sem þær vilja þetta snýst um að vera eins og strákarnir en guð sé lof erum við kvennmenn ekki eins og þeir við erum fæddar með piku leggöng og brjóst allt þetta til að geta borið barn og gefið þvi fæðu fyrstu mánuði/ár strákar eru öðruvísi já þeir fæðast með typpi, pung og geyma sæðisfrumurnar, þeir geta ekki borið barn og geta ekki gefið börnum sinum næringu frá sinum brjóstum svona ólík erum við.

Svo að ætlast til þess að við konur getum gengið um berbrjósta eins og karlmenn er uti hött, því við erum ekki eins og þeir og það hjálpar ekkert að henda inn brjóstamyndir á netið einu sinni á ári strákarnir fara þá bara að biða eftir þessum deigi með tilhlökkun um að fá myndir á löglegan hátt, Við breytum þvi aldrei.
Afhverju ekki bara að sætta okkur við það að við erum kvennmenn og berum okkur með klassa og verum stoltar af þvi að við erum með brjóst sem að kveikir i mönnunum okkar afhverju að eyðileggja það fyrir eitthvað sem við getum ekki breytt.

Þetta er hlutur sem hefði þurft að hugsa til enda og var ekki alveg uthugsaður hjá feministanum.
Þið getið alveg verið i nautholmsvik á túttunum ef þið viljið, það er engin að banna ykkur það og þið meigið lika vera à túttunum heima hjá ykkur en verið ekki að hvetja ungar stelpur til að setja inn brjóstamyndir af sér á netið til að styðja baráttu sem mun aldrei skila þvi sem þið eruð að fara fram á.
þið meigið alveg gera sömu hluti og strákarnir en það þarf bara að læra að sætta sig við það að við erum öðruvísi en þeir þótt þeir kveiki ekki i okkur berbrjósta eins og við kveikum i þeim en það er það sem er eðlilegt þið getið þvi bjargað hundruðum stelpna fra þvi að birta af sér brjóstamyndir á netinu sem að munu liggja svo þar inni ALLTAF.
Það væri svolitið sniðugt framtak að stoppa nekt á netinu en ekki hvetja undir það.

Eða hvernig væri að feministar og allir aðrir myndu frekar taka sig saman og búa til sérstakan dag sem myndi láta öllum liða vel eins og dag sem gæti heitið “hjálpumfjölskyldum” daginn.
i staðinn fyrir að smella af sér brjóstamynd að smella af sér mynd i bónus eða krónunni með matarpoka á leið til mæðrastyrksnefnd eða fjölskylduhjálp eða bara heim til þess sem þarf á mat og aðstoð að halda segjum sem svo að einstaklingur myndi kaupa eitthvað i bónus fyrir 1000-1500 kr pylsupakka brauð og mjölk eða bara eitthvað sem þeim dettur ihug og færu með það á staði sem fjölskyldur gætu nálgast þetta, myndi það ekki skilja eftir sig meiri stolt og gleði.

Ég bý reyndar ekki á islandi en það eru fullt af betlörum hérna á minu svæði flóttafólk sem hafa ekkert á milli handana nema fötin sem þau komu með þau sitja fyrir framan búðina og horfa á okkur labba inn og horfa svo á okkur þegar við löbbum út með nokkra fulla matarpoka af alls konar gotteríi ég reyni alltaf að gefa það sem ég get þvi eg veit þá að hann/ hún getur þá fengið sér eitthvað að borða, ég er ekki að segja að eg gefi öllum betlörum sem ég sé þá væri ég farin á hausinn en ég reyni allavegana einn til tvo á viku ég gef ekki bara pening heldur hef eg lika farið með föt og hluti sem við notum ekki lengur, allt telur hjá fólki sem minna meiga sin. Ég kenndi börnunum minum þetta lika ef þau eiga smá afgang af nammi peningunum þá að gefa hann enda brosa þau alltaf þvi þau finna að þau gerðu góðverk.

Ég vil td frekar að dóttir min og synir gefi smá pening og taki mynd af sér eftir það með fallegu brosin sin.
Þessi dagur gæti verið hvenar sem er á árinu og væri tilvalinn núna i stað “FreeTheNipple”daginn þar sem að páskarnir eru að fara koma og margir sem eru með hnút i maganum yfir þvi, þvi þau eiga ekki fyrir páskamatnum eða páskaeggjum hvernig væri þá að hjálpa aðeins til, fara i búðina rúlla svo til mæðrastyrksnefnd eða kyrkjuna og smella einni góðri mynd af sér þvi við vitum það öll að margt smátt gerir eitt stórt og þótt það sé kannski ekki hægt að aðstoða fjárhagslega þá er kannski eitthvað annað til sem kæmi sér vel að notum fyrir fjölskyldur td föt, skor eldhúsáhöld bara eitthvað sem þið eruð ekki að nota lengur og ætlið að henda. Ég allavegana segi fyrir minn smekk burt með FriTheNipple daginn og gerið eitthvað sem gleður alla og skiptir máli.

Og væri ekki nær að leyfa heiminum að sjá “HjálpumFjölskylduDaginn” eða hvað hann yrði nefndur frekar en “FriTheNippledaginn” koma frekar islandi á kort yfir góðmennsku enn brjóstum.

Þetta er mín persónulega skoðun á þessu tiltekna màli.

Virðingarfylst
Kristin

[useful_banner_manager_banner_rotation banners=5,6 interval=4 width=620 height=220 orderby=rand]

900

Athugasemdir

Svar til feminiskra brjóstastelpna – #FreeTheNipple

Next Story »

Eftir nokkur svona atvik þá þorði ég loksins að spyrja einhvern aðila sem var að hlæja að mér af hverju svo væri!