show_image

Að eiga barn með einhverfu er eins og..

Aðsend grein frá Elísabeth Saga Pedersen

Að eiga barn með einhverfu er eins og að hafa verið valin sérstaklega til að vera meðlimur í töfraveröld sem fáir vita um eða þekkja.

Þegar sonur minn fékk greininguna um 4 ára aldur þá verð ég að viðurkenna að það var  mikið sjokk fyrir mig, þó svo að auðvitað vissi ég að eitthvað væri ekki alveg eins og það ætti að vera, ég horfði upp á litla strákinn  minn sem elskaði að syngja hætta öllum söng og missa nánast öll orðin sín.

Eftir greininguna fór því  ákveðið sorgarferli í gang hjá mér þar sem ég kenndi sjálfri mér um, var eitthvað sem ég gerði sem olli þessu hjá syni mínum? Og endalausar hugsanir og áhyggjur um hans framtíð og hvernig honum myndi takast að verða partur af okkar heimi.

Eftir því sem árin liðu og ég fékk að kynnast þessum magnaða og ástkæra dreng sem gaf mér leyniorðið inní hans veröld og inní þeim heimi hefur hann opnað augun mín fyrir því  hvernig er að vera hann, að þurfa að vera þjálfaður í því sem við skilgreinum sem „eðlileg“ hegðun eða  framkoma, til að vera samþykktur of okkar samfélagi.

Að þurfa að vera stanslaust undir þeirri pressu að það sem þú ert er eitthvað rangt, að meiga ekki vera þú sjálfur og hafa þína sérgáfu .

Nei segi ég, það er ekki hann sem þarf að aðlaðast heiminum heldur eigi heimurinn að aðlagast honum og leyfa honum að vera eins og hann er án þess að dæma hann  fyrir það,  heldur eigi að fagna hans sérvitra persónuleika og fagna því að við erum ekki öll eins, að við höfum möguleika á að kynnast missmunandi týpum af fólki og opna okkar eiginn heim og barnana okkar fyrir því. Burtu með fordóma eins og einhver sagði.
Í dag hef ég langtum  minni áhyggjur en ég hafði, í dag geri ég mér grein fyrir hans styrk og hverju hann getur áorkað ef hann bara fær frið til þess að gera hlutina á sínum forsendum. Í dag geri ég mér grein fyrir að hann þarf ekki að vera eins og allir hinir, við þurfum ekki öll að vera eins. Þó hann sé ekki bestur í mannlegum samskiptum og viti stundum ekkert hvað hann eigi að segja eða gera og finnist aðstæður óþægilegar og mörgum eða öllum í kringum hann finnist hann hegða sér skringilega skiptir það mig engu máli og þá skiptir það hann engu máli.

Hann þarf ekki að vera eins og við hin, hann á að vera hann sjálfur, það sé barasta allt í lagi að vera smá einhverfur. Við þessa ákvörðun fer af honum öll sú félagslega pressa að vera eins, gera eins, hegða sér eins, vera hluti af heildinni, nei segi ég, vertu frekar þú sjálfur og njóttu þess.
Í dag gerir hann það á hverjum degi og hefur aldrei verið ánægðari með lífið og tilveruna, litli einhverfi strákurinn minn.

 

Elísabeth Saga Pedersen

 

900

Athugasemdir

HALLÓ EITURLYF ég tek börn frá foreldrum og foreldra frá börnum

Next Story »

Spurning til Lögreglunar?