frozen-and-superhero-family-funday-lst170222

Að blár sé STRÁKA litur og bleikur sé STELPU litur og það væri bara eðli…

Oliver Steinar skrifar.

Óliver Steinar

Grein sem ég sá á Bleikt.is

Úr grein á bleikt. Eftir þennan dag hef ég mikið hugsað um þá „staðreynd“ að strákar eigi ekki að klæðast kjólum. Ég hefði getað sagt við vinkonu mína: „Nei, þú ferð ekki að klæða hann í kjól, hann er strákur!“ En þá hefði strákurinn minn misst af allri þessari gleði. Þessi sama vinkona mín á 6 ára strák sem heitir Benjamín. Honum fannst mjög skrítið að Birgir Aðalsteinn væri í kjól og spurði mig: „En hann má ekki fara í þessu út, er það?“ Sjá grein í heild hérna. 


 

Sá hérna í News Feed hjá mér hérna á Facebook núna í kvöld, frétt frá Bleikt.is,veit ekki hvort að þið sáuð hana en ég set linkinn hérna fyrir neðan.

En greinin var um það, að 2 ára strákur finnst alveg æðislegt að vera í kjólum og sá nokkur comment umf réttina,að þetta væri bara rangt, og vesalings barnið. Að blár sé STRÁKA litur og bleikur sé STELPU litur og það væri bara eðli. Er ekki að trúa því að sumir í þjóðinni okkar séu virkilega svona þröngsýnir að það ætlar bara að stjórna með hverju barnið vill leika sér með eða í hverju það klæðist. Eitt get ég sagt ykkur. Þegar ég var lítill lék ég mér með Barbie dúkkur, með vinum mínum. Lék mér líka með Action Man, Batman, Spiderman og fleiri ofurhetjukarla. Það var engin sem stjórnaði því að ég lék með þetta dót. Ég fékk algjörlega að stjórna því sjálfur. Ég fékk Barbie Dúkku í jólagjöf og fannst það bara æðislegt, því mér fannst líka gaman að leika mér með dúkkur,alveg jafn mikið og með allar þessar hasar-hetju-mössuðu karladúkkur.

Það er ekkert í eðli neins strák að leika sér með bíl eða stelpu leika með dúkku. Til dæmis eins og á öskudaginn, þegar ég var lítill var ég beinagrind, og eitt skiptið var ég vampíruklappstýra og því fékk ég algjörlega sjálfur að ráða,því mér fannst það gaman. Núna síðastliðinn öskudag starfaði ég á leikskóla og ákvað að mæta sem Elsa í Frozen,mest umtalaðsta Disneypersóna í þessari nýju kynslóð okkar bæði hjá strákum og stelpum. Ummælin sem ég fékk frá STRÁKUNUM voru þessi: Þú ert miklu sætari heldur en teikni-mynda Elsa. Vá hvað þú ert flottur. Þú ert í flottum kjól. Svo flott Elsa með Tattoo. Þvílík hrós sem ég fékk frá þeim. Sem er alveg magnað. Það er ekkert í eðli neins stráks að leika sér með bíl eða stelpu leika með dúkku. Hvað ef þú ættir dreng sem vildi leika sér með dúkku?

Ætlar þú þá bara að banna honum að leika sér með dót sem honum langar að leika með? Það er samfélagið sem mótar börnin, mótar það og segir hvað er stráka eða stelpu dót, því þeim var sagt og kennt að það sé svo. Sem er ekki, börn leika sér bara með dót eða klæðast fötum sama hvort þetta er dúkka í bleikum kjól eða blár bíll. Leyfa aðeins börnum að ráða hvað þau vilja fyrir sig sjálf. Ef drengurinn þinn velur bláann bíl og action man og stelpan þín barbie dúkku í bleikum kjól, þá er það bara gott og blessað.Auðvitað eru skiptar skoðannir á þessu og virði þær fullkomlega. En leyfum börnum líka að brjóta ísinn og fara útfyrir þægindarammann.

Takk fyrir mig. Óliver Steinar :)

ac204a64b2-540x960-o

 

Endilega deila kæru vinir :)

900

Athugasemdir

Ert þú að fara á þjóðhátíð 2015?

Next Story »

Eyddu yfir 11 Milljónum í lýtaaðgerðir. “Gerum það sem við viljum”