_MG_7887

Á 13 viku vaknaði ég einn morguninn og búmm.

Höfundur Dagmar Rós

Á 13 viku vaknaði ég einn morguninn og búmm komin myndarleg kúla.

Ég vil byrja á því að þakka öllum fyrir viðbrögðin sem ég fékk í sambandi við seinasta pistil, það gleður mig svo mikið að hafa áhrif, og geta komið mínu á framfæri. Þetta hefur gefið mér ekkert smá mikið.

Eins og ég sagði seinast ætla ég að koma með framhald frá seinasta pistli þannig núna er 12-26 vika.

Ég fór í mína fyrstu mæðraskoðun og fékk yndislega ljósmóðir sem er búin að halda rosalega vel utan um mína meðgöngu. Í þessari fyrstu mæðraskoðun var mældur blóðþrýstingur ég var vigtuð og hlustað var á hjartsláttinn, það er alltaf yndislegt að heyra hjartsláttinn hjá litla krílinu.
Ég hefði helst viljað eiga svona tæki til að heyra hjartsláttinn því þarna var eg ekki byrjuð að finna hreyfingar og var alltaf stressuð um að einhvað væri að.

Á 13 viku vaknaði ég einn morguninn og búmm komin myndarleg kúla á mig, trúði ekki mínum eigin augum að það væri komin þessi myndarlega kúla. Oft fékk ég þessa spurningu ’’ertu viss um að þú sért ekki með tvíbura?’’ Mér var sagt að að ógleðin væri oftast bara fyrstu 12 vikurnar en ógleðin og uppköstin héldu áfram hjá mér og var ég oft að fá einhverja stingi og verki og þá var googlað og ég mæli ekki með googli kemur bara alltaf einhvað slæmt upp þannig verðandi mæður ekki googla hlutina, ljósmóðirin sagði við mig að maður fyndi allskonar verki og stingi og það væri oftast eðlilegt, ég meina þú ert að búa til annað líf.

Oft fékk ég að heyra á þessum tíma þegar ég ákvað að kíkja með vínkonum mínum út á lífið, hvort sem það var eitthvað tilefni eða ekki þá fékk ég mjög oft að heyra ’’Bíddu átt þú ekki að vera heima hjá þér sofandi?’’  Ég er mikil félagsvera og langaði að nýta þann tíma sem ég hafði enþá orku. Hver segir að þú þurfir að vera heima hjá þér að öll kvöld bara af því þú ert ólétt. Það var oft sem að ég treysti mér ekki út en þegar ég gerði það vildi ég nýta tíman.

Ég var búin að ákveða að ég ætlaði sko að fá að kíkja í pakkann og vita hvort kynið það yrði, ekki séns að ég gæti beðið. Mér fannst nóg að þurfa bíða í 8 vikur eftir 20 vikna sónarnum. Á þessu tímabili fór ég tvisvar uppá spítala, í fyrra skiptið útaf sýkingu og hitt skiptið þurfti ég að fá næringu í æð. Tíminn leið og ekki minnkaði ógleðin og ofaná það blossaði mígrenið mitt upp aftur sem ég hafði ekki fundið fyrir fyrstu 3 mánuðina og ekki ætla ég einu sinni að byrja að tala um þreytuna og mjög oft bitnaði þetta á vinnunni.
Kúlan stækkaði svo hratt og mikið að það fór að hafa áhrif á einfalda hluti í daglegu lífi. En hvað lætur maður sig ekki hafa til að fá eitt lítið kríli í mömmufang. Það styttist í það að ég færi í 20 vikna sónar og ég og vinkonur mínar plönuðum að þær myndu fá að vita kynið á undan og myndu kaupa annahvort bleik eða blátt og pakka því inn. Dagurinn rann upp og þvílík spenna sem var í gangi !  Í 20 vikna sónarnum er líka tékkað á öllum útlimum og líffærum hvort allt sé ekki eins og það eigi að vera. Allt kom vel út og ég labbði út með kynið í umslagi og að berjast við að opna það ekki. Vinkonur mínar fengu svo umslagið og klukkutíma seinna komu þær til mín með pakka. Þarna sat ég með nokkrum vinkonum, mömmu og þremur yngri systkynum og pakkinn var opnaður…Þvílík gleði og hamingja tárin runnu ég var að fá litla prinsessu. Stuttlega eftir þetta fann ég fyrsta sparkið, alltaf var þetta að verða raunverulegra og núna var bara næsta bið fæðingin, alltof löng bið !

Hér má svo sjá seinasta pistil frá mer..  

Þangað til næst
Kærleiksknús
Dagmar Rós

Monroe.is á Facebook

[useful_banner_manager banners=2 count=1]

900

Athugasemdir

Ég er kallaður ofbeldismaður!

Next Story »

Frásögn frá vændiskonu í Reykjavík