7ce

15 fegrunar mistök sem þú vissir ekki af

1. Ekki setja hárvörur í rennandi blautt hárið

Þerraðu hárið áður en þú setur efni í það svo efnið nái að festa sig

 

2. Notaðu sem minnst af snyrtivörum á ennið á þér

Ennið hreyfist í hvert skipti sem við breytum um svip og ekki viljum við að allt meikið og púðrið sitji eftir í línunum á enninu.

 

3. Ekki þurrka hárið með því að nudda því í handklæðið

Betra er að vefja hárinu í handklæðið og draga handklæðið niður hárið. Ef þú velur að nudda handklæðinu getur það orðið til þess að hárið verður stjórnlaust.

 

4. Ekki raka fótleggina eftir að hafa legið í heitu vatninu í 15. mín eða lengur.

Húðin þrútnar út og hrukkast svo erfitt er fyrir rakvélablaðið að renna ljúft yfir.

 

5. Ekki spreyja ilmvatni beint í hárið á þér. 
Að spreyja ilmvatni beint í hárið getur gert það að verkum að það verður þurrt og leiðinlegt. Hins vegar ef þú vilt að hárið ilmi vel getur þú spreyjað ilmvatninu í lófann á þér og klappað höndunum saman til að eyða alkóhólinu og strjúka svo í gegnum hárið.

 

 

6. Ekki setja varablýantinn á varirnar á undan varalitnum 

Hljómar pínu skringilega en það er mun auðveldara að setja varablýantinn eftir á, passið bara að vara blýanturinn og varaliturinn passi saman !

 

7. Ekki standa of nálægt speglinum þegar þú ert að plokka augabrýrnar þínar. 

Ef þú stendur of nálægt getur verið að þú plokkir of mikið öðru megin, sniðugt er að standa allavega einu skrefi frá speglinum.

 

8. Hættu að nudda saman úlnliðunum eftir að hafa spreyjað ilmvatni á þá. 

Engar áhyggjur, það hafa væntanlega allir gert þetta einhverntímann. Hins vegar þá getur það breytt lyktinni að nudda ilmvatninu og olíum líkamans saman og þar af leiðandi getur lyktin breyst.

 

9. Ekki greiða hárið með bursta þegar það er blautt

Það er auðvelt að slíta hár þegar það er blautt og greitt með bursta, best er að taka breiða greiðu og léttilega greiða í gegnum hárið

 

10. Mundu að pússa neglurnar rétt

Það er víst til rétt og rangt þegar kemur að því að pússa neglur. Ekki pússa þær fram og til baka heldur alltaf í sömu átt, það verður til þess að neglurnar brotna síður.

 

 

11. Hættu að nota svona mikla hárnæringu ! 

Þú þarft ekki að setja hárnæringu hársvörðinn því það er nóg af olíu frá líkamanum þar. Þar af leiðandi þarf bara örlítið af hárnæringu til að setja í endana á hárinu.

 

12. Hættu að nota ljósan felara yfir dökku blettina á andlitinu.

Það er auðvitað skynsamlegast að nota felara í sama lit og þín eigin húð til þess að heildarmyndin sé sem best.

 

13. Ekki raka á þér fæturna með líkamssápu. 

Ef þú vilt koma í veg fyrir að fá skurði og önnur rakstursvandamál þá mælum við með að þú notir rakarasápur.

 

14. Ekki setja augnskugga eftir að hafa sett maskara. 

Púðrið úr augnskugganum getur fallið á maskarann sem er hugsanlega enn blautur og þá lýtur þú út fyrir að vera með rykug augnhár

15. Ekki *pumpa* maskarann þinn

Það gerir það að verkum að hann verður bara enn fljótari að þorna.

900

Athugasemdir

16 “fallegustu” brúðir heims!

Next Story »

Ef þetta er ekki list – þá er hún ekki til – Magnað myndband